Nú eru allar líkur á að í sjónmáli sé skip sem leysir Herjólf af þegar hann fer í slipp síðar í þessum mánuði. �?að er heldur minna en Herjólfur en á að standast allar kröfur um öryggi. Stefnt er að því að skipið komi inn í þar næstu viku og að það haldi uppi sömu þjónustu og Herjólfur.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir að þarna hafi Vegagerðin farið að óskum bæjarstjórnar, að ferjan verði með haffæri til siglinga bæði í Landeyjahöfn og �?orlákshöfn og verði ekki tekin frá öðrum sveitarfélögum í landinu.
Leiguskipið heitir Röst og kemur frá Norður Noregi og er nokkuð sambærilegt við Herjólf, með tvær skrúfur og veltiugga. Skipið er einu ári eldra en Herjólfur og aðeins styttra, tæplega 4 metrum, heldur mjórra og djúprista töluvert minni, sem er jákvætt gagnvart Landeyjahöfn. Flutningsgetan er minni, Röst tekur 235 farþega og 40 til 50 bíla og því fer Vestmannaeyjabær fram á fleiri ferðir.
�??Sá galli er á gjöf Njarðar að þótt sannarlega séu góðar líkur á að umrætt skip fáist þá er enn ekki búið að undirrita samninga. �?að sem út af stendur tengist skráningu skipsins og flutningi þess á milli hafsvæða frá Noregi til Íslands,�?? segir Elliði.