Undanfarnir mánuðir hafa um margt verið erfiðir fyrir íslensku þjóðina. Við hrun bankanna féll sú ímynd að Ísland væri „stórasta land í heimi“ og að Íslendingar væru almennt séð hæfileikaríkari og betri en aðrir. Dómharka þjóðarinnar í eigin garð er mikil og hleypur með ýmsa í gönur. Vissulega var margt sem fór aflaga í samfélaginu síðastliðin ár en neikvæðni og hatur út í náungann eru ekki gildi sem æskilegt er að einkenni íslenskt samfélag.