Uppbyggingin hjá ILFS heldur áfram en þessa dagana er verið að steypa upp lífsíur (e. biofilters) fyrir RAS2 og RAS3. Frá þessu er greint í frétt á vef félagsins.
„RAS (Recirculating Aquaculture System) kerfið í seiðastöðinni nýtir lífsíur til að hreinsa vatn stöðvarinnar fyrir endurnýtingu en úrgangur sem myndast í ferlinu er hreinsaður úr í fráveitukerfi stöðvarinnar og nýtist til landgræðslu og endurheimtar á gróðurþekju, til dæmis í Vestmannaeyjum.”
„En fiskar lifa í beinni og stöðugri snertingu við umhverfi sitt, vatnið. Þar sem allt sem fer í fiskinn (fóður) fer líka úr fiskinum (þvag og saur), það þarf því að hreinsa umhverfið og meðhöndla til að halda fiskinum heilbrigðum og ánægðum. Þetta er mjög mikilvægt ferli í RAS kerfum þar sem við viljum halda magni vatns sem skipt er út eins litlu og mögulegt er.”
Ljósmynd: ILFS
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.