Stígandi sem þarf að fylgja eftir

Karlalið ÍBV í knattspyrnu vann sinn fyrsta leik í Bestu deildinni nú um helgina þegar liðið lagði Val 3-2 á Hásteinsvelli með þrennu frá Halldóri.

Þetta voru langþráð mörk og enn sætari sigur, við ákváðum að taka stöðuna á Halldóri markaskorara, okkar nýjustu hetju í Eyjum.

Hann heitir fullu nafni Halldór Jón Sigurður Þórðarson og er 26 ára, hann á lauslega fjölskyldutengingu til Eyja, en langafi hans fæddist í Eyjum en flutti héðan ungur. Halldór hefur spilað með nokkrum af liðunum á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár, þar á meðal Gróttu, ÍR og Aftureldingu, en er nú með þriggja ára samning við ÍBV.

Hvernig var tilfinningin að skora þrennu á móti Val?
það var bara rosalega góð tilfinning, það er fátt betra en sigurtilfinning og við vorum búnir að bíða lengi eftir þessum sigri þannig hann var velkominn.

Hemmi þjálfari hefur talað um að það hafi þurft smá átak til að losa stífluna hjá ÍBV liðinu í sumar. Myndirðu segja að þetta hafi verið það, að þið séuð núna komnir á fljúgandi siglingu sem lið?
Ég er sammála því að stíflan sé brostin en ég myndi ekki segja að við værum á fljúgandi siglingu, það hefur verið stígandi hjá okkur og náðum fyrsta sigrinum núna og þurfum bara að fylgja því eftir með sigri í næstu umferð líka sem ég hef bullandi trú á. Því við förum í alla leiki til að vinna þá.

Að öðru, hvernig finnst þér Þjóðhátíðarlagið í ár?
Mér finnst það mjög solid, gef því 8/10.

Hefurðu komið áður á þjóðhátíð, og ætlarðu að fara í Dalinn í ár?
Já ég hef komið nokkrum sinnum áður, öll skiptin verið ótrúlega skemmtileg og það er bara rosalega erfitt að velja eitthvað framyfir þjóðhátið þannig ég verð í toppstandi í Dalnum í ár!

Halldór skoraði þrennu í leiknum gegn Val um helgina og tryggði fyrsta sigur ÍBV á tímabilinu.

Nýjustu fréttir

Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.