Karlalið ÍBV í knattspyrnu vann sinn fyrsta leik í Bestu deildinni nú um helgina þegar liðið lagði Val 3-2 á Hásteinsvelli með þrennu frá Halldóri.
Þetta voru langþráð mörk og enn sætari sigur, við ákváðum að taka stöðuna á Halldóri markaskorara, okkar nýjustu hetju í Eyjum.
Hann heitir fullu nafni Halldór Jón Sigurður Þórðarson og er 26 ára, hann á lauslega fjölskyldutengingu til Eyja, en langafi hans fæddist í Eyjum en flutti héðan ungur. Halldór hefur spilað með nokkrum af liðunum á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár, þar á meðal Gróttu, ÍR og Aftureldingu, en er nú með þriggja ára samning við ÍBV.
Hvernig var tilfinningin að skora þrennu á móti Val?
það var bara rosalega góð tilfinning, það er fátt betra en sigurtilfinning og við vorum búnir að bíða lengi eftir þessum sigri þannig hann var velkominn.
Hemmi þjálfari hefur talað um að það hafi þurft smá átak til að losa stífluna hjá ÍBV liðinu í sumar. Myndirðu segja að þetta hafi verið það, að þið séuð núna komnir á fljúgandi siglingu sem lið?
Ég er sammála því að stíflan sé brostin en ég myndi ekki segja að við værum á fljúgandi siglingu, það hefur verið stígandi hjá okkur og náðum fyrsta sigrinum núna og þurfum bara að fylgja því eftir með sigri í næstu umferð líka sem ég hef bullandi trú á. Því við förum í alla leiki til að vinna þá.
Að öðru, hvernig finnst þér Þjóðhátíðarlagið í ár?
Mér finnst það mjög solid, gef því 8/10.
Hefurðu komið áður á þjóðhátíð, og ætlarðu að fara í Dalinn í ár?
Já ég hef komið nokkrum sinnum áður, öll skiptin verið ótrúlega skemmtileg og það er bara rosalega erfitt að velja eitthvað framyfir þjóðhátið þannig ég verð í toppstandi í Dalnum í ár!





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.