Um 30 hluthafar hafa samþykkt yfirtökutilboð Stillu í Vinnslustöðinni sem nemur þó ekki nema tæpu 1% hlutafjár í félaginu. Frestur til að taka tilboðinu hefur verið framlengdur um fjórar vikur.
Stilla eignarhaldsfélag ehf. sem er í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, sem kenndir eru við Brim, gerði yfirtökutilboð í Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum en það tók gildi 11. júní. Tilboðið rann út sex vikum síðar en þá höfðu um 30 hluthafar samþykkt tilboðið að sögn Hróbjarts Jónatanssonar hæstaréttarlögmanns sem hefur umsjón með tilboðinu fyrir hönd Stillu. Þessir 30 eiga þó einungis innan við 1% hlutafjár. Stilla og tengd félög ráða því yfir tæplega þriðjungshlut í félaginu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst