Stjórnarskrá okkar Íslendinga er komin á aldur í orðsins fyllstu merkingu, en hún var samþykkt 17. júní árið 1944. Það er því ansi táknrænt að stjórnlagaþingið taki til starfa á 67. starfsári stjórnarskrárinnar. En er ekki komin tími til að stjórnarskráin okkar dragi sig í hlé og önnur ferskari taki við? Ég hef aldrei verið þeirra skoðunar að breyta, bara breytinganna vegna. Að eitthvað sé komið til ára sinna þýðir ekki endilega að það sé úrelt. En við getum öll verið sammála um að það sé löngu orðið tímabært að taka stjórnarskrá vora til gagngerrar endurskoðunar.