Kæru Vestmannaeyingar, stjórnlagaþing gæti skipt Vestmannaeyjar miklu máli. Stjórnarskrá Íslands er góð og hefur staðist tímans tönn vel. Ég býð mig fram til stjórnlagaþings til þess að standa vörð um góða stjórnarskrá og að passa að henni verði ekki breytt í flýti eða reiði. Stjórnarskráin er vissulega eitt mikilvægasta plagg okkar Íslendinga, um það verður varla deilt.