Lið GV stóð sig með prýði, endaði í fjórða sæti af átta liðum en sýnt verður frá keppninni á Skjá 1 á, morgun þriðjudag klukkan 20.00.
Lið Grunnskóla Vestmannaeyja skipuðu þau Anton �?rn Björnsson 9. SF, Birgitta �?. Valdimarsdóttir 9. JN, Sveinbjörg Hauksdóttir 9. JN og Kristjáni Ágústssyni 10. JE en það var Íris Sæmundsdóttir, íþróttakennari sem hafði veg og vanda að undirbúningi keppenda.
Á myndinni hér að neðan má sjá Sveinbjörgu keppa í armbeygjum en alls tók hún 32 armbeygjur sem skilaði henni í 2. sæti.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst