Á laugardag verður flugslysaæfing á flugvellinum í Vestmannaeyjum en þá verða æfð viðbrögð við slysi þegar flugvél með 40 farþegum hlekkist á við lendingu. Um er að ræða viðamikla æfingu þar sem fjölmargir aðilar koma að, bæði innanbæjar og utan en meginþungi æfingarinnar liggur á herðum heimamanna. Á æfingunni verður gert ráð fyrir að eldur kvikni í vélinni og að fjöldi manns þurfi tafarlausa aðhlynningu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst