Í gærkvöldi voru haldnir stórgóðir tónleikar helgaðir tónlist Oddgeirs Kristjánssonar en í ár eru 100 ár frá fæðingu Oddgeirs. Tónleikarnir, sem báru yfirskriftina Vor við sæinn, minningartónleikar um Oddgeir, voru jafnframt söfnunartónleikar en allur ágóði tónleikanna rann til þeirra Hólmfríðar Sigurpálsdóttur og Styrmis Gíslasonar, sem misstu einbýlishús sitt vegna veggjatítlu. Um 300 manns sóttu tónleikana en hægt er að sjá tvö myndbönd frá tónleikunum hér á Eyjafréttum.