Strákarnir leika gegn Selfossi hér í Eyjum á laugardaginn kl 14:00. Má búast við hörkuleik eins og alltaf þegar þessi félög mætast. Selfoss er í efsta sæti með 6 stig, en ÍBV er með 4 stig. Að gefnu tilefni, þar sem mikið hefur verið rætt um rekstur íþróttafélaganna nú í kreppunni, langar okkur að koma því fram að enginn leikmaður, hvorki í karla né kvennaliði ÍBV í handbolta fær greitt fyrir að leika með ÍBV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst