Stórleikur 19. umferðar Pepsídeildar karla fer fram í Vestmannaeyjum í dag klukkan 17:30 þegar ÍBV tekur á mót KR. ÍBV er í efsta sæti með 36 stig en KR er í því fjórða með 31 stig og dugir ekkert nema sigur til að halda draumnum um Íslandsmeistaratitil lifandi. Enda hafa KR-ingar notað öll trixin í bókinni, m.a. sent út sérstaka vantrausts tilkynningu á vef sínum um dómara leiksins, Erlend Eiríksson. Örvæntingin er því orðin mikil í Vesturbænum.