Veðurstofa Íslands varar við stormi á sunnanverðu landinu í dag. Spáð er vaxandi norðanátt, 13 til 20 m/s með morgninum en sumstaðar 20 til 23 sunnantil síðdegis. Í nótt dregur svo úr vindi og á morgun er spáð 8 til 15 m/s. Næstu daga er svo spáð hægviðri í Vestmannaeyjum.