Stórsigur hjá strákunum í Kópavogi
19. október, 2013
Karlalið ÍBV í handbolta vann níu marka sigur á HK í dag í Kópavogi en lokatölur urðu 28:37. �?að er ekki á hverjum degi sem lið skora 37 mörk í einum leik, hvað þá að lið skori 24 mörk í einum hálfleik, eins og ÍBV gerði. Eyjamenn höfðu mikla yfirburði í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar þeir náðu alls 13 marka forystu, 10:23. Vörn Eyjamanna var afar sterk og í kjölfarið fengu þeir mörg hraðaupphlaup sem þeir nýttu vel. Leiknum var í raun lokið í hálfleik en HK tókst að minnka muninn í síðari hálfleik á sama tíma og ÍBV slakaði verulega á klónni.
Eyjamenn hafa þar með unnið alla þrjá útileiki sína í deildinni. En á sama tíma hefur liðið tapað báðum heimaleikjum sínum. Menn velta því fyrir sér hvort liðið ætti kannski að prófa að spila í stóra sal Íþróttamiðstöðvarinnar og sjá hvort gengi liðsins verði betra í umhverfi sem leikmenn þekkja ekki. En þessu er meira kastað fram í gríni en alvöru.
Næsti leikur ÍBV er eftir slétta viku þegar ÍBV tekur á móti Fram. Liðin sitja í 3. og 4. sæti, bæði með sex stig eftir fimm leiki, eins og reyndar Haukar, sem eru í öðru sæti og ÍR, sem er í því 5. FH er hins vegar í efsta sæti með sjö stig.
Mörk ÍBV: Andri Heimir Friðriksson 9, Theodór Sigurbjörnsson 9/4, Róbert Aron Hostert 7, Grétar Eyþórsson 5, Agnar Smári Jónsson 4/1, Matjaz Mlakar 1, Sindri Haraldsson 1 Dagur Arnarsson 1.
Varin skot: Haukur Jónsson 21/1 (Skv. mbl.is).
Meðfylgjandi er viðtal við Andra Heimi Friðriksson eftir leikinn sem strákarnir á Sport.is tóku. Eyjafréttir.is og Sport.is verða í samstarfi í vetur með umfjöllun um handboltaleiki.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst