ÍBV og Léttir áttust við í dag í 32-liða úrslitum í Borgunarbikar karla en ÍBV vann stórsigur 6-0.
ÍBV hóf leikinn af krafti og var með boltann nánast allan hálfleikinn. Leikurinn fór alfarið fram á vallarhelmingi Léttis, en fyrsta færi Léttis kom undir lok fyrri hálfleiks en en það var hættulaust en Abel hafði lítið annað að gera í markinu fyrir utan það. Dominic Adams skoraði fyrsta mark ÍBV og Jonathan Glenn bætti við öðru markinu og staðan í hálfleik 0-2 fyrir ÍBV.
Síðari hálfleikur var mikið miðjuþjóf framan af Léttir breytti leik kerfi sínu og pressaði ÍBV ofar á vellinum en ÍBV var að spila boltanum vel á milli sín.
�?egar Dominic Adams skoraði þriðja mark ÍBV opnaðist lið Léttis mikið þegar þeir fóru framar á völlinn og ÍBV gekk á lagið. Richard Sæþór Sigurðsson skoraði fjórða mark ÍBV og það fimmta, tveimur mínútum síðar en hann er fæddur 1997 og var að spila sinn fyrsta leik fyrir ÍBV. Dominic Adams skoraði sjötta og síðasta mark ÍBV og innsiglaði þar af leiðandi þrennu sína. ÍBV er því komið í 16- liða úrslitin í Borgunarbikarnum.