36 manns mættu við Arnardrang í gær til að taka þátt í krabbagöngu Krabbavarnar. Gengnar voru tvær leiðir og að göngu lokinni leit göngufólk við í verslunum sem höfðu opið út af göngunni. Með þessari göngu er Mottumars formlega byrjaður í Eyjum.
Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Í ár er áherslan lögð á gildi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum. Í Mottumars tökum við höndum saman í vitundarvakningu um krabbamein hjá körlum og öflum um leið fjár fyrir mikilvægri starfsemi Krabbameinsfélagsins, segir m.a. í umfjöllun á Mottumars.is.
Óskar Pétur Friðriksson skellti sér í gönguna í gær og tók hann meðfylgjandi myndir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst