Meirihlutaflokkana tvo, Framsókn og Sjálfstæðisflokk hefur greint lítillega á um margt á stuttum valdaferli en þó einkanlega þau atriði sem snúa að skipulagsmálum. �?ar ganga brigslyrðin á víxl og kenna hvorir öðrum um. Vitað er að bakvið hverja litla ákvörðun í þessum málaflokki liggjafjárhagslegir hagsmunir. �?að er því mikilvægt að þeir flokkar sem stjórna bænum séu vel samstíga í skipulagsmálum og geti rætt hvert mál í trúnaði.
Hjá fráfarandi meirihluta skiptust menn í fylkingar með og móti einstökum málum án þess að nokkur hefði aðstöðu til að skoða málin af fullri yfirvegun.
Alger yfirfærsla skipulagsmála yfir til sveitarfélaga leggur líka þær skyldur á herðar sveitarfélögum að gæta þar fyllstu sanngirni og vandvirkni í vinnubrögðum. �?samstíga meirihluti er ekki líklegur til að leiða mál farsællega til lykta. Vonandi er að nýr meirihluti fari hér um af festu en líka vandvirkni.
Bjarni Harðarson
Höfundur býður sig fram í annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst