Siglingastofnun hefur frá upphafi stutt frekari straummælingar við Landeyjarhöfn. Í fyrrasumar var settur fastur straummælir utan við höfnina og var honum ætlað að safna upplýsingum sem nýttust skipstjórnendum til að læra á staðhætti og frávik. Fljótt kom þó í ljós að sandurinn olli of miklum truflunum til að upplýsingarnar væru áreiðanlegar, auk þess sem slíkur straummælir, við þó betri aðstæður, segir aðeins til um strauminn á tilteknum punkti.