Við sem berjumst fyrir náttúruvernd og hófsamri nýtingu á orkulindum þjóðarinnar stöndum nú á tímamótum. Gríðarlegar virkjana- og stóriðjuframkvæmdir kalla á það að mínu mati að nú verði ráðist í viðamikla rammaáætlun um hvaða svæði eigi að vernda.
�?ví þarf Alþingi að taka aftur til sín ákvörðunarvaldið um hverja einustu áætlun í stað þess að tefla sveitarfélögunum saman í stóriðjustríð um einstakar framkvæmdir. Ábyrgðin er og á að vera Alþingis.
Samfylkingin vill styrkja stöðu náttúru- og umhverfisverndar á Íslandi og við höfum lagt til sérstaka sátt og nýja sýn á náttúruvernd undir yfirskriftinni Fagra Ísland. �?ar leggjum við til markvissar aðgerðir sem byggjast á forsendum sjálfbærrar þróunar og skýrri framtíðarsýn. Við jafnaðarmenn teljum að nú sé áríðandi að rétta hlut náttúruverndar á Íslandi gagnvart hagsmunum stóriðju, sem hefur notið algers forgangs í atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar um árabil.
Neðri hluti �?jórsár
�?Náttúra Íslands er ekki aðeins rík af auðlindum í hefðbundnum skilningi heldur eru öræfi landsins, fljót, fossar, jöklar, hverir og dalir í óendanlegum litbrigðum sínum og fjölbreytileika verðmæt auðlind í sjálfu sér,�? segir á einum staði í Fagra Íslandi Samfylkingarinnar. Undir það tek ég heilshugar.
�?essvegna finnst mér að það eigi ekki að virkja neðri hluta �?jórsár fyrir aukna stóriðju einsog nú stendur til að gera. �?ar væri miklum verðmætum fórnað fyrir litla hagsmuni og stundargróða. �?á þykir mér að ekki komi til álita að taka lönd eignarnámi í því markmiði að virkja fyrir frekari stóriðju. Eignarnámsákvæðið nær að mínu mati ekki yfir það.
Verndun náttúrunnar er ein tegund nýtingar og oft sú sem á endanum skilar mestum verðmætum. Samfylkingin leggur hinsvegar til að við núverandi aðstæður verði frekari stóriðjuáformum slegið á frest. Nú eigum við að leggja áhersla á Nýja atvinnulífið. Hátækni- og þekkingariðnað ásamt nýsköpun í ferðaþjónustu og hefðbundnu atvinnugreinunum, sjávarútvegi og landbúnaði.
Samfylkingin vill:
1.Tryggja rétt náttúruverndar í skipulagi og við landnýtingu.
2.Tryggja nú þegar verndun ákveðinna svæða.
3.Gera langtímaáætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.
4.Auka áhrif almennings og réttarstöðu í umfjöllun um umhverfismál.
Inntakið í okkar tillögu er rannsóknir og verndaraðgerðir með Rammaáætlun um náttúruvernd. Við bendum á einstök náttúrusvæði og -minjar sem mikilvægt er að vernda hið fyrsta. Við viljum að farið verði í átak til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum og við leggjum einnig til aðgerðir sem tryggja almenningi og félagasamtökum hans sterkari stöðu og meiri áhrif en verið hefur í umhverfis- og náttúruverndarmálum.
Fyrir kosningarnar í vor þurfa allir flokkarnir að leggja fram fyrir kosningarnar í vor. �?að hefur Samfylkingin gert og leggjum til nýja sáttarleið í einu stærsta álitamáli okkar tíma. Styrkjum stöðu náttúruverndar á Íslandi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst