Um síðustu mánaðamót tók Ísfélag Vestmannaeyja við rekstri á Þórunni Sveinsdóttur VE 401, en félagið gekk frá kaupum á skipinu fyrr á þessu ári. Skipið er nú í slipp í Reykjavík þar sem fram fer ýmiskonar skvering á því, auk þess sem það hefur verið málað í Ísfélagslitunum. Framvegis ber skipið nafnið Suðurey VE 12.
Kap VE 4, sem er í eigu Vinnslustöðvarinnar er einnig í slipp í Reykjavík og þar er verið að mála það í Vinnslustöðvarlitunum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst