Karl Gauti Hjaltason, fyrrum sýslumaður og lögreglustjóri í Vestmannaeyjum leiðir lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi í alþingiskosningunum þann 28. október nk.
Karl Gauti er lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík, Grindavík og Njarðvík og sýslumannsins í Gullbringusýslu 1989�?? 1990. Starfaði um skeið hjá ríkisskattanefnd. Settur sýslumaður á Hólmavík um skeið sumarið 1996.
Var fulltrúi sýslumannsins í Árnessýslu og bæjarfógetans á Selfossi, síðar sýslumannsins á Selfossi, 1990�??1998. Sýslumaður í Vestmannaeyjum 1998�??2014. Oddviti yfirkjörstjórnar í Suðurlandskjördæmi frá 1998 og síðan í hinu nýja Suðurkjördæmi frá 2003. Skólastjóri Lögregluskóla Íslands 2014�??2016.