ÍBV leikur í dag gegn Selfyssingum í seinni suðurlandsskjálfta sumarsins en ÍBV hafði betur í viðureign liðanna í Eyjum, 3:0. Leikurinn er báðum liðum mjög mikilvægur, Selfyssingar heyja nú lífróður sinni í deildinni, eru neðstir og fer hver að verða síðastur að tryggja sæti sitt í deildinni. ÍBV er aftur á móti í bullandi baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og dugir ekkert nema sigur. Mikið er undir og hefur Herjólfur m.a. frestað brottför frá Þorlákshöfn svo að stuðningsmenn liðsins komist til baka með skipinu.