Vestmannaeyjabær mun ráða hóp af starfsmönnum sem munu skipa útivinnuflokk við �?jónustumiðstöð. Um er að ræða útivinnuflokk sem sinna þeim störfum sem til falla hverju sinni, gróðursetningu, slætti, umferðarmerkingum, umhverfishreinsun og öðru því sem þörf er á. Reiknað er með að hópurinn hefji störf á næstu dögum. Einnig auglýsir Vestmannaeyjabær eftir að ráða flokksstjóra í Vinnuskóla. Mun sú starfsemi verða með hefðbundnu sniði. Einnig leitar bærinn eftir starfsmönnum til að aðstoða fatlaða og leiðbeina þeim í starfi.