Sumarstúlka Vestmannaeyja 2016 verður valin í Höllinni laugardaginn 9. júlí næstkomandi líkt og undanfarin ár. Að þessu sinni eru 14 stúlkur sem taka þátt.
Dagskrá kvöldsins samanstendur af tísku og tónlist en að sjálfsögðu eru stúlkurnar í fararbroddi. Sumarstúlkur koma fram í glæsilegu opnunatriði. Dansatriði frá Súsönnu Georgsdóttur danskennara. Sumarstúlkurnar koma fram í tískusýningu frá versluninni Sölku og 66° norður. Tískusýning frá litlu skvísubúðinni, 35+ og börn. Söngatriði frá Söru Renee Griffin. Myndasýning frá óvissuferð Sumarstúlknanna. Sumarstúlkurnar koma fram í kjólum. Tónlistaratriði. �?rslit kunngjörð. Eftir krýningu mun svo DJ Hjalti Enok halda uppi fjörinu fram eftir nóttu.
Matseðillinn frá Einsa kalda er einkar glæsilegur. Ítalskt spagetti með confekttómötum, basiliku, mossarella, parmessanosti og sítrónuolíu. Djúpsteiktur karfi með eggjanúðlum, vorlauk, engifer, chili, hvítlauk og spírum. Nauta-carpacció með ólivuolíu, sjávarsalti, ricotta osti borið fram með sveppasalati. Hot sport marineraðar kjúklingalundir með dökkum hrísgrjónum og satay hnetusósu. Lambaspjót með basil-parmessanpestó sætkartöflukaka með spínati og rjómaosti ásamt basil-ostasósu. Fyrir börnin er svo voðið upp á hamborgara, franskar og salat.
Verð á keppnina er 6900 kr fyrir fullorðna og 2000 kr fyrir börn. Borðpantanir eru hjá Tótu í síma 846-4086.
Í Eyjafréttum í næstu viku verður svo létt spjall við stúlkurnar fjórtán.