Anna María Halldórsdóttir, Smári Harðarson og Eva Sveinsdóttir tóku öll þátt í Heimsmeistaramóti WBFF sambandsins í líkamsrækt um síðustu helgi. Fyrir mótið birtum við viðtal við þau Önnu Maríu og Smára en Anna María segir í viðtali á Vísi.is að það hafi verið svakaleg upplifun að taka þátt í mótinu.