Svalbrúsi (Gavia adamsii) sást við Heimaey í morgun. Svalbrúsi er stærstur brúsanna, lítið eitt stærri en himbrimi. Þetta er í fyrsta skipti sem svalbrúsi sést við Ísland. Þeir verpa við íshafsströnd Rússlands, norður Kanada og Alaska en á veturna sjást þeir t.d. suður með Noregsströndum. Var orðið löngu tímabært að svalbrúsi fyndist við Ísland.