Sögu fjölskyldufyrirtækis í Vestmannaeyjum lauk í dag þegar Síldavinnslan keypti Berg-Huginn með húð og hári. Sjávarútvegsfyrirtækið Bergur-Huginn er selt svo aðaleigandi þess geti staðið skil skulda sinna sem að stórum hluta eru vegna fjárfestinga utan sjávarútvegsins og í alls óskyldum rekstri. Það er að mörgu leiti sorglegt hvernig fór fyrir þessu rótgróna fyrirtæki og örugglega þyngra en tárum taki fyrir margan Eyjamanninn að horfa upp á það.