Hressómeistarinn var haldinn á föstudaginn og alls tóku sex lið þátt í keppninni. Fimm eru í hverju liði og glímdu við 10 æfingar. Það voru Svörtu púkarnir, sem er hópur af konum á öllum aldri, sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Rúmum 30 sekúndum á eftir voru Massarnir sem er hópur af strákum sem æfa saman á morgnana og þriðja liðið var strákalið sem er einnig nefnt Massarnir og kemur úr sama æfingahópi.