Eitt af atriðunum þegar Fréttapýramídarnir voru afhentir í Eldheimum sl. föstudag var upplestur Magnúsar R. Einarssonar, útvarpsmanns, tónlistarmanns og sambýlismanns Kristínar Jóhannsdóttur, safnstjórna Eldheima. Þar las Magnús upp athyglisverða upprifjun föður Kristínar, Jóhanns Friðfinnssonar, Jóa á Hólnum um Heimaeyjargosið 1973 sem hann setti saman úti í Hamborg tæpum 30 árum síðar. Upphaf jarðelda á Heimaey, persónuleg reynsla og hugleiðingar er nafnið sem Jóhann gaf þessum hugleiðingum sínum.
Jóhann byrjar á að tala um Surtseyjargosið 1963 þar sem Surtsey varð til. Jóhann segir reynslan af Surtseyjargosinu, sem stóð frá 1963 til 1967 hafi búið Eyjamenn undir ósköpin sem dundu yfir þegar gos hófst á Heimaey 23. Janúar 1973. Jóhann rekur sögu gossins og eftirleik þess á mjög áhugaverðan hátt.
Halldór Halldórsson var mættur með kvikmyndavélina og tók upp það sem fram fór. Erindi Magnúsar má sjá hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst