Fæðingardagur: 23. apríl 1986
Fjölskylduhagir: �?gift og barnslaus.
Foreldrar: Gunnvör Kolbeinsdóttir og Garðar Rúnar Árnason.
Systkini: Steinar Rafn og Reynir �?ór.
Skólaganga: Stúdent af náttúrufræði- og viðskiptabraut frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, Grunnskólinn í Hveragerði og síðast en ekki síst, Leikskólinn Undraland, stóð mig þar með stakri prýði í að klippa og líma.
Helstu áhugamál: Körfubolti og íþróttir, ferðalög, bæði innanlands og utan, tónlist, vera í góðra vina hópi og margt fleira…
Uppáhaldsstaður á Íslandi: Landmannalaugar.
En erlendis: Franska rívíeran.
Hvaða hlutar í eigu þinni gætir þú síst verið án: Bílsins míns og úrsins!
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Michael Jordan og Kevin Garnett.
Uppáhalds listamaður: Á tónlistasviðinu er það Michael Jackson, í myndlist Sturla Erlendsson og loks er Johnny Depp uppáhalds leikarinn.
Uppáhalds bók: Bókin með svörin og Sjálfstætt fólk.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends.
Á hvað trúir þú: Guð, drauga, sjálfa mig.
Hvað er best og hvað er verst í fari þínu: �?tli þrjóskan og ákveðni sé ekki bæði það besta og versta í fari mínu!
En í fari annarra: Jákvæðni og húmor finnst mér það besta í farin annarra, en óheiðarleiki og tvöfeldni það versta.
Ef þú þyrftir að syngja í Kareókí hvaða lag mundir þú velja? �?ar sem ég syng nú alveg eins og Celine Dion þá myndi ég nú velja eitthvað með henni! En ef það væri ekki í boði þá yrði það einhver slagari með Queen eða Elvis Presley.
Hvað hræðistu eða veldur þér mestum kvíða: Sprautur og nálar! Getur verið vandræðalegt að vera orðin þetta gömul og það líður yfir mann við að fá litla sprautu.
Eftirminnilegasta atvik í lífinu: �?egar við í meistaraflokki kvenna í Hamri urðum Íslandsmeistarar í 2. deild í körfubolta og komumst upp í efstu deild.
Eftirminnilegast úr æsku: Tjaldútilegurnar í �?gamla dalinn�? með fjölskyldunni.
Af hverju tekurðu þátt í fegurðarsamkeppni: Til að læra og þroskast, vera góð fyrirmynd, kynnast skemmtilegu fólki og hafa gaman af.
Ef ekki í samtímanum, hvenær hefðir þú helst viljað vera uppi: Má velja framtíðina?
Lífsmottó eða eftirlætis málsháttur: Carpe Diem og að hamingjan er leiðangur en ekki áfangastaður.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst