Komið hefur í ljós að sýni sem tekin voru mánudaginn 14. febrúar skiluðu sér ekki á rannsóknarstofu veirufræðinnar í Reykjavík fyrr en 16. febrúar. Sýnin eru núna á leið í vinnslu og er svara að vænta í dag eða á morgun. Fólk þarf ekki að mæta í nýja sýnatöku og ef jákvætt þá er einangrun talin frá sýnatökudegi. Við hörmum þessa töf á niðurstöðum.
Sýnatökur um helgina
Áfram er mikið um covid smit og sýnatökur og verða sýnatökur á sunnudaginn kl 9:30 við heilsugæsluna.
Heilsugæslan í Vestmannaeyjum
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst