Úkraínski framherjinn hjá ÍBV, Denis Sytnik skoraði fyrsta mark ÍBV í sumar í jafnteflisleiknum gegn Val í gær. Sytnik meiddist í kjölfarið og var borinn af leikvelli rétt fyrir leikhlé. Nú er komið í ljós að leikmaðurinn reif vöðva í læri og er búist við að hann verði frá í tvær til þrjár vikur í það minnsta.