Eygló Harðardóttir, alþingismaður, spurði Guðbjart Hannesson, heilbrigðisráðherra á Alþingi á mánudag hvað ætti að gera við tæki og búnað sem frjáls félagasamtök, einstaklingar og fyrirtæki hafa gefið minni heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og vísaði í frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2011 þar sem hún sagði að gert væri ráð fyrir að sjúkrahúsasvið stofnananna verði nær lögð niður.