Neðangreint erindi sendi Elliði Vignisson bæjarstjóri í morgun á samgönguyfirvöld. Samhliða óskaði hann eftir liðsinni þingmanna Suðurkjördæmis og bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum.
Með tilvísun í þá staðreynd að aldrei hafa fleiri farþegar ferðast með Herjólfi milli lands og Eyja óska ég eftir því að tafarlaust verði bætt við ferðum í áætlun skipsins þannig að ferðir þess verði aldrei færri en 6 á dag fram í miðjan september þegar ferðasumrinu lýkur. Samhliða er óskað eftir því að ferðir í vetraráætlun verði ekki færri en 5 á dag. �?að myndi merkja að fram í miðjan september sigli skipið viðbótarferð kl. 16:00 á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og laugardögum.
Samkvæmt upplýsingum sem Vestmannaeyjabær býr yfir hefur farþegum fjölgað um 25% til 30% í júní og júli samanborið við árið 2015. �?llum má ljóst vera að lífsgæði íbúa eru skert þegar þeir komast ekki til á frá heimilum sínum vegna ásóknar ferðamanna í þá grunnþjónustu sem samgöngur eru. Sannleikurinn er sá að á hverjum degi myndast biðlisti á bíladekk og oft gerist slíkt einnig með farþega. �?að er fráleitt að samgönguyfirvöld skuli ekki tafarlaust hafa brugðist við og bætt við ferðum inn í áætlun. �?að er fráleitt að skipið skuli liggja bundið við bryggju í Vestmannaeyjum með áhöfn á fullum launum á meðan fólk getur ekki ferðast milli lands og Eyja. �?að er fráleitt að samgönguyfirvöld skuli skammta íbúum Vestmannaeyja þau lífsgæði úr hnefa sem fylgja því að hafa frelsi til að ferðast til og frá heimilum sínum.
Vestmanneyjabær skorar á þingmenn Suðurlands og samgönguyfirvöld öll að bregðast nú hratt við. Ferðaþjónusta er ein mest vaxandi atvinnugrein hagkerfis okkar Íslendinga og Vestmannaeyjar vinsæll áfangastaður. Yfirvöld verða að skilja að fjárfesting í innviðum er forsenda vaxtar. �?að má ekki gerast að heimamenn missi velviljann gagnvart ferðamönnum. Gerist það verður á brattann að sækja hvað varðar að efla þessa annars góðu atvinnugrein.
�?g óska eftir tafarlausri endurgjöf á þetta erindi með svörum við því hvort og þá hvernig þessari beiðni verður mætt.
Kveðja
Elliði Vignisson
Bæjarstjóri í Vestmannaeyjum