Veit Inga hvað hún syngur?

IMG 2032

Byrjum á að slá þessu föstu: Það er enginn málaflokkur þýðingarmeir í íslensku samfélagi en uppvöxtur, þroski og menntun barnanna okkar. Það er alveg sama hvað okkur tekst vel til á öðrum sviðum – ef okkur mistekst þarna er allt annað unnið fyrir gýg . Í mikilvægi fyrir þjóðina og framtíð hennar trompar þessi málflokkur […]

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný

Inngangur norðan megin við sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum hefur verið opnaður á ný eftir lokun sem stóð yfir í nokkra mánuði vegna framkvæmda. Á þeim tíma var planið við innganginn malbikað og skipt um lagnir. Inngangurinn norðan megin veitir aðgang að annarri og þriðju hæð sjúkrahússins. Á annarri hæð eru lyflækningar og dagdeild/göngudeild og á þriðju […]

Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun

Um þessar mundir stendur yfir skoðanakönnun meðal íbúa í Vestmannaeyjum þar sem meðal annars er spurt um viðhorf til bæjarstjóra og hugsanlegt kosningaval ef kosið yrði til bæjarstjórnar. Spurt sérstaklega um störf bæjarstjóra Samkvæmt heimildum Eyjafrétta eru í könnuninni tvær spurningar sem beinast sérstaklega að störfum Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja. Annars vegar er spurt hvort […]

Vinnustofur í stað líkamsræktar?

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar var tekið fyrir erindi vegna umsóknar um byggingarleyfi fyrir húsnæði að Strandvegi 65. Félagið SV65 ehf. sótti um leyfi til breyttrar notkunar á 2. og 3. hæð hússins. Þar var áður líkamsræktarstöð, en fyrirhugað er að breyta rýmunum í níu vinnustofur. Gengið verður inn í vinnustofurnar um stiga frá 1. hæð. […]

Glacier Guys með nýtt föstudagslag

Hannes Gústafsson, Friðrik Már Sigurðsson og Theodór Sigurbjörnsson, betur þekktir sem Glacier Guys, hafa sent frá sér nýtt föstudagslag í föstudagsfiðringnum sínum. Strákarnir deildu myndbandi af laginu á Facebook í dag þar sem þeir voru hressir og kátir – og ekki síst þakklátir fyrir þann stuðning sem þau hafa notið: „Föstudagsfiðringur í dag hjá peyjunum, […]

„Úttroðinn af loðnu”

Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu báðir nánast fullfermi í byrjun vikunnar. Vestmannaey landaði á mánudag á Akureyri en Bergey á þriðjudag í heimahöfn. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar og eru þeir spurði frétta af aflabrögðum. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, sagði að veitt hefði verið fyrir austan land. „Við byrjuðum […]

Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár

Fréttapýramídarnir voru afhentir í dag fyrir nýliðið ár við hátíðlega athöfn. Með viðurkenningunum heiðra Eyjafréttir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir í Vestmannaeyjum sem hafa lagt samfélaginu mikilvægt og eftirtektarvert lið á sínu sviði. Framlag til íþrótta Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona, hlaut Fréttapýramídann 2026 fyrir framlag sitt til íþrótta. Margrét Lára hefur markað djúp spor í íslenska […]

Karlar hvattir til að sýna handverk

Í tilefni af bóndadags og upphafi Þorra verður haldinn handverksdagur karla í Safnahúsinu í Vestmannaeyjum laugardaginn 24. janúar. Markmiðið með deginum er að heiðra og varpa ljósi á fjölbreytt handverk karla í bænum. Leitað er eftir þátttakendum sem vilja sýna handverk sitt og jafnframt hafa tækifæri til að selja afurðir sínar á staðnum. Þeir sem […]

Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku

Guðbrandur Einarss IMG 3169

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur sagt af sér þingmennsku eftir að ljóst varð að fréttavefurinn Vísir hygðist fjalla um mál hans þar sem hann viðurkennir tilraun til vændiskaupa. Guðbrandur greinir sjálfur frá ákvörðun sinni í samtali við Vísi og segir hana tekna í ljósi alvarleika málsins og ábyrgðar sinnar sem kjörinn fulltrúi. Samkvæmt umfjöllun Vísis […]

Mikill áhugi á Eyjagöngum

Opinn kynningarfundur Eyjaganga ehf. var haldinn í Höllinni í gærkvöldi og var fundurinn vel sóttur. Þar kynnti stjórn félagsins stöðu verkefnisins, fyrirhugaðar jarðrannsóknir og næstu skref. Fundinum lauk með fyrirspurnum úr sal og var ljóst af umræðunum að mikill áhugi er meðal Eyjamanna á verkefninu. Staða verkefnisins og tímalína kynnt Stjórn Eyjaganga ehf. fór yfir […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.