Framkvæmdir á björtum degi í Eyjum

Í dag förum við um víðan völl með Halldóri Ben. Halldórssyni. Hann sýnir okkur m.a. fjölbýlishús sem er í byggingu við Sólhlíð og viðbygging við Sjúkrahúsið. Þá sjáum við fjölbýlishús rísa við Tangagötu og einnig sjáum við ganginn í hafnarframkvæmdum á Gjábakkabryggju. Þetta og meira til í myndbandi dagsins frá Halldóri Ben. (meira…)
ASÍ: Ótækt að útgerð beiti starfsfólki sem pólitísku vopni

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) gagnrýnir harðlega nýlegar uppsagnir í sjávarútvegi og segir óásættanlegt að útgerðin noti starfsfólk sitt sem vopn í deilu um veiðigjöld. Þetta kemur fram í ályktun sem miðstjórn ASÍ samþykkti á fundi sínum í dag. Í ályktuninni segir að auðlindir hafsins í kringum Ísland séu ekki séreign útgerðarinnar, þó að hún hafi […]
„Það tapa allir – líka ríkissjóður!“

Eyþór Harðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, gagnrýndi harðlega hækkun ríkisstjórnarinnar á veiðigjöldum á fundi bæjarstjórnar í dag. Hann sagði að ákvörðunin sýndi gjánna milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar og hefði þegar haft í för með sér uppsagnir hjá fyrirtækjum í Eyjum. Í ræðu sinni sagði Eyþór að ríkisstjórnin hefði „komið því í gegn að hækka veiðigjöldin […]
Lundaball – Helliseyingar gáfu tóninn 1987

„Á laugardagskvöldið var hið árlega lundaball haldið með pomp og pragt í Alþýðuhúsinu og sló aðsóknin öll met, um 170 manns mættu. Salurinn var þéttsetinn en það virtist síður en svo skyggja á gleði samkomugesta,“ segir í Fréttum 5. nóvember 1987 um Lundaball sem Helliseyingar héldu það haustið. Lundaball sem markaði tímamót í sögu Lundaballa bjargveiðimanna í Vestmannaeyjum í […]
Bæjarstjórnarfundur í beinni

1619. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu, miðvikudaginn 17. september 2025 og hefst hann kl. 14:00. Meðal erinda sem þar verða á dagskrá er atvinnumál, Eygló eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu og tjón á neysluvatnslögn. Alla dagskrá fundarins má sjá fyrir neðan útsendingarammann. Dagskrá: Almenn erindi 1. 201503002 – Staða atvinnumála – uppsagnir VSV í Leo […]
,,Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti“

Sigurgeir B. Kristgeirsson svarar Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu í dag. Kolbrún gagnrýndi í helgarblaði Morgunblaðsins málþóf stjórnarandstöðunnar í veiðigjalda-umræðunni á Alþingi. Sagði hún m.a. það vera sjálfsagt af forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, að gagnrýna þetta nýja Íslandsmet í ræðu sinni við þingsetningu og nefna að hugsanlega væri tímabært að hugleiða breytingar á þingskapalögum. Grein Sigurgeirs […]
Hörkuleikir í 16-liða úrslitum bikarsins

Dregið var í 16-liða úrslit Powerade bikar karla og kvenna í handbolta í hádeginu í dag. Karlalið ÍBV fékk Aftureldingu á útivelli, ÍBV 2 fékk heimaleik gegn KA og kvennalið ÍBV spilar gegn 1. deildarliði Gróttu í Eyjum. Hér að neðan er hægt að sjá allar viðureignir 16-liða úrslitanna. 16-liða úrslit karla, leikirnir verða spilaðir […]
Á annað hundrað milljónir í viðbótarlaunakostnað

Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar fór yfir – á fundi bæjarráðs – drög að skýrslu faghóps sem skipaður var af bæjarráði í maí. Hópurinn hafði það verkefni að fara yfir tillögur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um hagræðingar á fræðslusviði og meta, í samráði við skólastjórnendur, hvaða kostir væru í stöðunni m.t.t áhrifa á […]
Auglýst eftir umsóknum – menning, listir, íþróttir og tómstundir

Bæjarráð Vestmannaeyja auglýsir nú eftir eftir styrkjum til að styðja við og efla menningar-, lista-, íþrótta-, og tómstundatengd verkefni og viðburði. Úthlutun fer fram tvisvar sinnum á ári. Markmið sjóðsins er að efla fjölbreytt mannlíf í Vestmannaeyjum með því að styðja einstaklinga, félagasamtök og listahópa. Með styrkjum er lögð áhersla á að hvetja til sköpunar […]
Þrír kórar takast á við Requiem á allraheilagramessu

Það var vel mætt á Kjötsúpukvöld Karlakórs Vestmannaeyja í Kiwanis húsinu í síðustu viku. Þar var vetrarstarf kórsins kynnt um leið og reynt var að lokka inn fleiri karla í þennan skemmtilegasta félagsskap sem hugsast getur. Súpan smakkaðist hið besta og þarna var að sjá nokkur ný andlit sem vonandi eiga eftir að láta til sín taka i því sem framundan er. „Þar með er vetrardagskráin formlega hafin og mun […]