Yfir 30 þúsund farþegar komu með skemmtiferðaskipum til Eyja á árinu

Tvo Skemmtiferdaskip 20250707 112459

Skemmtiferðaskip heimsóttu alls 33 hafnir og áfangastaði víðs vegar um landið á árinu 2025 og námu skipakomur 1.182 talsins, samkvæmt nýrri samantekt Cruise Iceland. Skipin fluttu samtals 333.394 farþega, sem dreifðust óvenju vel um landið, allt frá stærstu höfnum landsins til smærri og jafnvel afskekktra áfangastaða. Ferðamenn komu meðal annars til staða sem jafnan teljast […]

Fjör á flugeldabingói – myndir

Í gær breyttist Höllin í sannkallaða flugeldabingó-miðstöð þegar handknattleiksdeild ÍBV stóð fyrir árlegu flugeldabingói. Viðburðurinn var vel sóttur og margir mættu til að spila, skemmta sér og hitta vini og kunningja. Að vanda voru glæsilegir flugeldapakkar í vinninga sem gerðu stemninguna enn skemmtilegri fyrir alla þátttakendur. Flugeldabingóið er mikilvæg fjáröflun fyrir starfsemi handknattleiksdeildarinnar og hefur […]

Viðburðaríkt ár, margt jákvætt en þurfum að halda vöku okkar

eythor_h_cr

Í lok árs er við hæfi að rifja upp það helsta sem kemur upp í hugann þegar litið er til baka á vettvangi bæjarmála. Hvernig hefur okkur bæjarfulltrúum tekist til og er eitthvað sem betur hefði mátt fara?  Þetta eru  spurningar sem við þurfum að velta upp reglulega. Árið 2025 sem er að ljúka hefur […]

Erfiðar aðstæður tefja dýpkun í Landeyjahöfn

Alfsnes 06 24 IMG 5443 2

Óhagstæðar aðstæður hafa tafið dýpkunarframkvæmdir í Landeyjahöfn, að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar í svörum við fyrirspurn Eyjafrétta. Að hans sögn lágu dýpkunarskip við bryggju þar sem ekki var unnt að vinna í hafnarmynninu vegna ölduhæðar. Þverbrot var á síðasta flóði og gerði það að verkum að aðstæður voru óvinnandi. „Þeir reyndu aftur á […]

Þrengt að Þjóðkirkjunni – stanslaus barátta um fjármuni

„Ég tók við árið 2019 þegar þáverandi formaður, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir hringdi í mig og spurði hvort ég vildi taka þetta að mér, að verða formaður sóknarnefndar Landakirkju. Sjálf hafði ég aldrei komið að starfi kirkjunnar þó ég hafi mína trú eins og margir. Fannst  ég ekki besti kosturinn varðandi kirkjulegt starf en þetta er stanslaus barátta um fjármuni. Ríkið borgar trúfélagi með hverju […]

Flugeldaverð óbreytt hjá Björgunarfélagi Vestmannaeyja

Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur ákveðið að hækka ekki verð á flugeldum milli ára. Að sögn Adólfs Þórssonar, umsjónarmanns flugeldasölu hjá félaginu, er ákvörðunin meðvituð og ætluð sem þakklætisvottur til bæjarbúa fyrir þann stuðning sem þeir hafa sýnt félaginu í gegnum árin. Aðspurður hvernig flugeldasalan gangi í ár segir Adólf að salan fari jafnan rólega af stað, […]

Flugeldabingó í kvöld

Handknattleiksdeild ÍBV stendur fyrir flugeldabingói í kvöld, mánudaginn 29. desember, í Höllinni. Húsið opnar 18:45 og hefst bingóið 19:30. Að vanda verða glæsilegir flugelda vinningar í boði, en viðburðurinn liður í fjáröflun fyrir starfsemi handknattleiksdeildarinnar. Flugeldabingóið hefur á undanförnum árum verið vel sótt og er orðinn fastur liður í undirbúningi fyrir áramótin. (meira…)

Magnaðar myndir af dalalæðu yfir Eyjum

default

Þær eru æði sérstakar og magnaðar myndirnar sem Halldór B. Halldórsson, myndasmiður náði af dalalæðunni sem lá yfir Eyjunum í morgun. „Ég náði þessum myndum rétt áður en að allt hvarf í þoku,” segir Halldór í samtali við Eyjafréttir en glugginn var ekki langur sem Halldór hafði. Á vef Wikipedia segir að Dalalæða (eining nefnd […]

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Staða eldri borgara er mikilvægt samfélagsmál sem snertir ekki aðeins þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur, heldur samfélagið allt. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fjölgar eldra fólki og sífellt meiri þörf er á að tryggja þeim mannsæmandi lífskjör, virðingu og tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Fátækt eldri borgara Fátækt meðal eldra fólks er raunverulegt og […]

Kynntu flugelda með glæsilegri sýningu – myndir

Í gærkvöldi var Björgunarfélag Vestmannaeyja með flugeldakynningu. Á kynningunni var meðal annars sýnt úrval vinsælla flugelda, þar á meðal Tungubrenna, Fjarskipti, Snjóflóð, Björgunarhundar, Eyjatertan og Kaka ársins, auk fleiri vara. Allar flugeldavörur félagsins má skoða og kaupa í vefversluninni á eyjar.flugeldar.is, þar sem einnig er hægt að ganga frá kaupum og sækja flugeldana síðar á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.