Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa

Ekki löngu eftir upphaf Surtseyjargossins 14. nóvember 1963, tæplega áratug fyrir upphaf Heimaeyjargossins 1973, var gerð áætlun um rýmingu Heimaeyjar, að því er Víðir Reynisson, alþingismaður og fyrrum deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, greindi frá í goskaffi Átvr, Átthagafélags Vestmannaeyinga Reykjavík, í dag. Víðir rakst á gömul skjöl um þessa rýmingaráætlun þegar hann starfaði hjá Almannavörnum. Þar […]
Loðnu að finna á stóru svæði

Loðnumæling Hafrannsóknastofnunar sem staðið hefur yfir frá í upphafi síðustu viku er nú langt komin. Í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun segir að einungis eigi eftir að fara yfir takmarkað svæði út af Vestfjörðum sem rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Þórunn Þórðardóttir eru að sinna, en mælingum veiðiskipanna Heimaeyjar, Polar Ammassak og Barða er lokið fyrir austan land […]
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að efna til íbúakosningar um mögulega uppbyggingu á þróunarsvæðinu M2 í miðbæ Vestmannaeyja, sem fór undir hraun í gosinu árið 1973. Kosningin verður ráðgefandi og fer fram samhliða sveitarstjórnarkosningum laugardaginn 16. maí 2026. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarstjórnar eftir að því var vísað þangað frá bæjarráði. Lagagrundvöllur og […]
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlaut á dögunum Fréttapýramídann 2026 fyrir framlag til menntamála í Vestmannaeyjum. Menntun er ein mikilvægasta fjárfesting sem samfélag getur lagt í. Hún snýst ekki aðeins um námskrár og próf, heldur um að byggja upp hæfni, sjálfstraust og framtíð – bæði einstaklinga og samfélagsins alls. Á síðasta ári hlaut skólinn Íslensku menntaverðlaunin 2025 […]
Draumar æskuáranna rættust

Helgu Jónsdóttur og Arnór Hermannsson þarf ekki að kynna fyrir Eyjamönnum. Um áratugaskeið hafa þau glatt samborgarana með tónlist sinni og myndlist, að ekki sé talað um allt brauðið og kökurnar sem Arnór bakaði. Hjónin hafa komið fram sem dúett, sungið með hljómsveitum, sönghópum og kórum auk þess að semja fjölda laga og texta. Þau voru í forystu fyrir hippahátíðum og hafa undanfarin ár efnt til listahátíða á goslokum. Þar hafa þau sýnt eigin verk og […]
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val

Kvennalið ÍBV í handbolta tapaði gegn Val í 14. umferð Olís deildar kvenna, í Eyjum í dag. Um var að ræða algjöran toppslag deildarinnar en fyrir leikinn voru bæði lið með 22 stig í fyrsta og öðru sæti deildarinnar. Valskonur byrjuðu leikinn betur og komust í 0:2 á upphafs mínútum leiksins. Jafnræði var með liðunum […]
Handverksmenn sýna í Einarsstofu

Í dag er sýning á verkum fjögurra handverksmanna í Einarsstofu í Safnahúsi. Fjölbreytt sýning og skemmtileg og þar er hægt kaupa fallega hluti. Þeir eru Kristmann Kristmannsson múrarameistari, séra Viðar Stefánsson prestur Landakirkju, Daníel Örn Virknir Jóhannesson gullsmiður og Viktor Þór Reynisson. Daníel Örn og Viktor Þór eru báðir fæddir og uppaldir í Vestmannaeyjum og fluttir […]
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að skipa samninganefnd til að fara yfir samning um rekstur Herjólfs við Vegagerðina. Málið kom til umræðu í bæjarstjórn í kjölfar fundar bæjarráðs með Vegagerðinni vegna óskar sveitarfélagsins um framlengingu á gildandi samningi. Samkvæmt 9. grein samningsins óskaði Vestmannaeyjabær eftir framlengingu hans. Vegagerðin taldi sig hins vegar ekki geta orðið við […]
Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar

Fréttapýramídar Eyjafrétta voru afhentir nýverið við hátíðlega athöfn. Með viðurkenningunum heiðra Eyjafréttir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir í Vestmannaeyjum sem hafa lagt samfélaginu mikilvægt og eftirtektarvert lið á sínu sviði. Laxey var valið fyrirtæki ársins. Á örfáum árum hefur Laxey farið frá hugmynd að fullburða rekstri. Samstarf Daða Pálssonar og Hallgríms Steinssonar, sem hófst með óformlegu […]
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu

Athuganir standa nú yfir á því hvort Vestmannaeyjahöfn geti orðið ein af lykilhöfnum landsins fyrir uppbyggingu fóðurframleiðslu fyrir fiskeldi. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja, þar sem farið var yfir stöðu vinnu sem tengist mögulegri uppbyggingu stórskipakants í höfninni. Hafnarstjóri og framkvæmdastjóri sviðsins hafa verið í samskiptum við Mar Advisors, […]