Hógværð er í kjarna kristinnar trúar

„Enginn í mannkynssögunni hefur haft jafn mikil áhrif og Jesús og þannig verður það á meðan kristin kirkja er til í heiminum. Aðventuna nýtum við nú til að undirbúa komu hans á sama tíma og við hægjum vonandi á okkur og íhugum merkingu komu hans og litla barnsins í jötunni fyrir líf okkar og trú,“ […]
Jólakveðja

Ég hef alltaf elskað aðventuna, jólin og stemminguna sem umvefur allt á þessum árstíma. Alveg sérstaklega jólaljósin sem færa okkur birtu og yl á dimmasta tíma ársins. Tíma sem við notum oft til að sýna þakklæti. Þessi árstími minnir okkur á gleði og kærleika en líka á þær áskoranir sem við höfum unnið úr á árinu […]
Charles elskaði Ísland og Íslendinga

John Quist, fyrrverandi samstarfsmaður og einn af tveimur umboðsmönnum dánarbús Rupert Charles Loucks, kom til Íslands í síðustu viku með fimm málverk sem Charles – eins og flestir þekktu hann – arfleiddi Safnahúsinu í Vestmannaeyjum. „Það var hans eindregna ósk að þessi verk færu aftur heim til Íslands,“ segir John Quist í samtali við Eyjafréttir. „Charles hafði djúpa tengingu […]
Gleðileg jól

Stjórn, starfsfólk og eigendur Eyjasýnar óska lesendum sínum, Eyjamönnum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Fréttavakt Eyjafrétta verður venju samkvæmt í gangi um jól og áramót. Ef þú hefur fréttaskot þá er tölvupóstfangið: frettir@eyjafrettir.is. Klukkan 18 verða jólin hringd inn í Landakirkju og jólafögnuðurinn byrjar. Sú nýbreytni verður í ár að streymt verður frá aftansöngnum […]
Hversu miklu eyða Eyjamenn í jólagjafir?

Íbúar í Vestmannaeyjum verja að jafnaði 7,58% af ráðstöfunartekjum heimila í jólagjafir samkvæmt nýrri samantekt frá Nordregio, sem kortleggur jólagjafaeyðslu á Norðurlöndum eftir sveitarfélögum. Meðalráðstöfunartekjur heimila í Vestmannaeyjum eru metnar á 3.391 evru á mánuði, sem jafngildir um 500 þúsund krónum, miðað við gengi evru. Af þeirri upphæð fara að jafnaði um 257 evrur, eða […]
Í aðdraganda jóla – Auðbjörg Halla

Fjölskylda? Gift Hallgrími Steinssyni, eigum þrjár dætur: Unni Birnu, Hrafnhildi og Önnu Steinunni, tvo tengdasyni: Guðmund og Egil, og eitt barnabarn, hana Aþenu Mey. Hvernig leggjast jólin í þig? Rosalega vel, við verðum öll í Eyjum um jólin en vanalega höfum við verið í Reykjavík á jólunum. Fer mikill undirbúningur í jólin hjá þér? Hingað til […]
Jólaveðrið: Hlýr aðfangadagur

Veðurhorfur á landinu í dag, aðfangadag jóla eru samkvæmt Veðurstofu Íslands þannig: Sunnan og suðvestan 15-25 m/s, hvassast í vindstrengjum á norðanverðu landinu. Talsverð eða mikil rigning sunnan- og vestanlands, en þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast í hnjúkaþey á Norður- og Austurlandi. Minnkandi sunnanátt á morgun, 10-18 m/s síðdegis og […]
Í aðdraganda jóla – Haraldur Pálsson

Fjölskylda? Íris og ég ásamt Þórarni og Gísla sem eru 11 ára tvíburar og Rut sem er 3 ára. Hvernig leggjast jólin í þig? Jólin leggjast vel í mig, þau eru tími kærleika og friðar. Jólin minna mig á að kærleikurinn er stærri en allt annað. Hann er þolinmóður, hlýr og gleður hjarta manns. Á þessum tíma tel ég […]
Dagskrá Landakirkju yfir hátíðirnar

Í dag er aðfangadagur og hefst jóladagskrá Landakirkju með helgistund verður í kirkjugarðinum í dag klukkan 14.00. Hér að neðan má sjá dagskrá Landakirkju allt fram að þrettánda. Aðfangadagur: Helgistund verður í kirkjugarðinum samkvæmt venju og lítur út fyrir að það muni blása heldur byrlega í ár. Það er ávallt gaman að sjá hversu margir […]
Rausnarleg jólagjöf frá Trölla til Krabbavarnar

Krabbavörn Vestmannaeyja fékk í kvöld afhentan rausnarlegan styrk sem safnaðist á aðventunni að frumkvæði Trölla, í samstarfi við bæjarbúa, fyrirtæki og hópa í Vestmannaeyjum. Afhendingin fór fram á heimavelli Trölla í Vöruhúsinu og nam styrkurinn alls 1.180.000 krónum. Í upphafi aðventu hafði Ármann Halldór Jensson samband við Krabbavörn Vestmannaeyja og lýsti yfir áhuga á að […]