Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu

Margrét Lára Viðarsdóttir hlýtur Fréttapýramídann í ár fyrir framlag sitt til íþrótta. Margrét Lára er ein allra besta fótboltakona sem Ísland hefur alið og á að baki ákaflega glæsilegan feril, bæði hér á landi og erlendis. Hún er réttnefnd drottning íslenskrar knattspyrnu,“ sagði Ómar Garðarsson, ritstjóri Eyjafrétta, þegar hann afhenti Margréti Láru viðurkenninguna. Margrét Lára […]
Bæjarstjórnarfundur í beinni

Í dag, klukkan 14:00, fer 1622. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fram í Ráðhúsinu og verður fundinum streymt í beinni útsendingu. Á dagskrá eru fjölmörg veigamikil mál sem varða framtíð bæjarins, þar á meðal samgöngumál, samningur um Herjólf, íbúakosning um þróunarsvæðið M2 og þjóðlendukröfur íslenska ríkisins í Vestmannaeyjum. Einnig verður fjallað um breytingar á bæjarmálasamþykkt, mögulega fýsileikakönnun […]
Andri Erlingsson til Kristianstad

Andri Erlingsson, leikmaður ÍBV í handbolta, hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið IFK Kristianstad. ÍBV tilkynnti um félagsskiptin á samfélagsmiðlum sínum. Andri sem er 19 ára gamall hefur verið einn af lykilmönnum ÍBV ásamt því að leika með u-19 ára landsliði Íslands. Hann mun halda til Kristianstad þegar yfirstandandi tímabili lýkur. Í […]
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar

Þann 16. desember sl. voru opnuð tilboð í flóðlýsingu við Hásteinsvöll. Málið var tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja á mánudaginn var. Fram kemur í fundargerð ráðsins að alls hafi borist þrjú tilboð í verkið. Lægsta tilboðið kom frá Altis ehf. og hljóðaði það upp á 63.182.050 krónur. Vallar Verk ehf. bauð 92.410.000 […]
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum

Föstudagskvöldið 23. janúar verður boðið upp á notalega kvöldstund undir yfirskriftinni “Minningar um gos” í Eldheimum. Þar sameinast tónlist og frásagnir í opnu og hlýlegu samtali um minningar, upplifanir og stemningu sem tengjast eldgosum og lífinu í skugga þeirra. Á dagskrá eru söngvar og sögur þar sem gestir hittast, hlusta og spjalla í afslöppuðu umhverfi. Fjölbreyttur […]
„Fínasti vertíðarfiskur”

Togarar í Síldarvinnslusamstæðunni hafa landað alllvíða að undanförnu. Bergey VE landaði í Vestmannaeyjum á sunnudag, Vestmannaey VE landaði í Neskaupstað í gær og Gullver NS er að landa á Seyðisfirði í dag. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar og eru þeir spurðir frétta. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergey, sagði að komið hefði verið […]
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026

Goslokahátíðin 2026 fer fram dagana 2.–5. júlí. Undirbúningur er hafinn og kalla skipuleggjendur nú eftir hugmyndum og þátttöku frá íbúum, listafólki og fyrirtækjum. Óskað er eftir tillögum að dagskráratriðum, viðburðum, sýningum eða nýjum hugmyndum sem gætu orðið hluti af hátíðinni í ár. Allar hugmyndir eru vel þegnar og eru íbúar hvattir til að láta rödd […]
Ein ferð í Landeyjahöfn

Herjólfur mun sigla eina ferð til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag, en ófært hefur verið undanfarna daga í Landeyjahöfn. Brottför frá Vestmannaeyjum er áætluð kl. 17:00 og brottför frá Landeyjahöfn kl. 20:45. Aðrar ferðir dagsins falla niður. Verði breytingar á áætlun verður greint frá þeim um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir. Á þessum árstíma er […]
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur farið yfir drög að útboðsauglýsingu og valforsendum vegna uppbyggingar og reksturs heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Í kjölfarið var samþykkt að klára vinnu við útboðsgögn og auglýsa verkefnið á ný. Úrskurður kærunefndar útboðsmála Þann 17. desember sl. kvað kærunefnd útboðsmála upp úrskurð í kærumáli sem varð til í kjölfar útboðs Vestmannaeyjabæjar vegna uppbyggingar […]
Góður mánudagur sem varð enn betri!

Mánudagsmorgun byrjaði með sérstakri gleði þegar tveir miðaeigendur fengu símtal um að þeir hefðu unnið fyrsta vinning í Lottóinu eftir sexfalda pottinn á laugardagskvöld. Fá þeir rúmar 67 skattfrjálsar milljónir hvor um sig og eiga það sameiginlegt að hafa keypt miðana sína í Lottóappinu. Sá fyrri til að fá símtalið hafði kíkt í appið um […]