Öruggur sigur ÍBV gegn Stjörnunni

Karlalið ÍBV í handbolta gerði góða ferð í Garðabæinn í dag, þegar liðið vann sjö marka sigur gegn Stjörnunni í 13. umferð Olís deildar karla. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og var staðan 6:6 eftir 15 mínútur. Eyjamenn komust í 6:9 og voru með góða forystu í hálfleik, 12:16. Eyjamenn héldu sama dampi […]

Mjög áhugaverður þáttur á Rás 1 í fyrramálið

Í fyrramálið verður fjórði þáttur um Sölvadal innst í Eyjafirði þar sem Gígja Hólmgeirsdóttir fer yfir sögu dalsins. Í þættinum verður fyrst og fremst rætt um Leif Magnús Grétarsson Thisland. Þátturinn byrjar kl. 10.15 á Rás 1, strax að loknum veðurfréttum. Rætt er við Óskar Pétur Friðriksson en Leif Magnús, sonarsonur hans fórst á voveiginlegan […]

Úttekt á Ferðasjóði íþróttafélaga

flug_ernir_farthegar_jan_2024_tms_lagf_2

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur unnið úttekt á Ferðasjóði íþróttafélaga. Úttektin er unnin af íþróttateymi ráðuneytisins út frá gögnum úr umsóknarkerfi Ferðasjóðs íþróttafélaga. Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu. Úttektin byggir á gögnum áranna 2018–2024, en árið 2018 var farið að halda sérstaklega utan um kynskráningu. Á því tímabili voru 16.125 umsóknir sem uppfylltu úthlutunarreglur […]

Gleðileg gjöf til Félags eldri borgara

Í gærkvöldi afhenti Sigurjón Óskarsson Félagi eldri borgara í Vestmannaeyjum (FebV) nýtt leiktæki sem hann lét sérstaklega smíða fyrir félagið. Sigurjón bað svokallaða karla í skúrum, sem koma saman reglulega og fást við ýmis smíðaverk, um að taka að sér verkefnið. Tóku þeir vel í beiðnina og smíðuðu traust og glæsilegt leiktæki sem nú mun […]

Dagbjört læknir – Lífið og starfið á nýjum stað

Dagbjört Guðbrandsdóttir er 35 ára sérnámslæknir í bráðalækningum, fædd og uppalin á höfuðborgarsvæðinu, en býr í dag í Vestmannaeyjum ásamt eiginmanni sínum, Victori Guðmundssyni lækni og tónlistarmanni, ásamt þremur sonum þeirra, Frosta, sem er þriggja ára, og tvíburunum Mána og Stormi sem eru eins og hálfs árs. Fjölskyldan flutti til Eyja á síðasta ári og […]

Myndir frá kvöldopnun Sölku

Tískuvöruverslunin Salka stóð fyrir kvöldopnun í gær þar sem margt skemmtileg var um að vera. Í boði voru afslættir, léttar veitingar ásamt happadrætti og svo var tískusýning í lokinn þar sem sýndar voru vörur fyrir komandi jól og áramót. Í Sölku er að finna vörur frá meðal annars Neo Noir, Bruuns Bazaar, Soaked in Luxury […]

Minning: Stefán Runólfsson

Mikill höfðingi er fallinn í valinn! Stebba Run þekktu þúsundir sem komu á vertíðar til Eyja. Hann varð verkstjóri hjá Einari ríka 16 ára að aldri og tók þátt í byltingunni þegar frystingin ruddi sér rúms og þeirri nýsköpun sem fleytti íslenskum sjávarútvegi og framleiðni hans í fremstu röð í heiminum. Það var þess vegna […]

Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr Epal

Johann Ingi Ads IMG 4231 (1)

Stundum velti ég því fyrir mér hvernig daglegt umhverfi bæjarstjórnar lítur út í samanburði við raunveruleikann sem fjölskyldur í Vestmannaeyjum búa við. Þeir mæta til starfa í einu glæsilegasta stjórnsýsluhúsi landsins, leggja bílnum fyrir framan nýuppgert hús sem kostaði verulegar fjárhæðir og ganga inn á parket sem minnir helst á innlit í þáttum á borð […]

ÍBV mætir Stjörnunni í dag

ÍBV leikur í dag gegn Stjörnunni í 13. umferð Olísdeildar karla þegar liðin mætast í Heklu Höllinni klukkan 17:00. Um er að ræða mikilvægan leik fyrir bæði lið sem eru í baráttu um dýrmæt stig. Leikurinn er sá fyrri af tveimur sem fara fram í deildinni í dag, en síðar í kvöld mætast FH og […]

Ástæðan fyrir uppsögn Láka hjá ÍBV

Ástæðan fyrir því að Þorlákur Árnason er hættur sem þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta er sú að Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliðið liðsins, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnuráðs. Að hans sögn eru þetta augljósir hagsmunaárekstrar og á meðan hann væri við stjórnvöllinn, væri þetta dæmi sem gengi ekki upp. Þorlákur Árnason, staðfesti þetta í samtali við […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.