Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Staða eldri borgara er mikilvægt samfélagsmál sem snertir ekki aðeins þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur, heldur samfélagið allt. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fjölgar eldra fólki og sífellt meiri þörf er á að tryggja þeim mannsæmandi lífskjör, virðingu og tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Fátækt eldri borgara Fátækt meðal eldra fólks er raunverulegt og […]
Kynntu flugelda með glæsilegri sýningu – myndir

Í gærkvöldi var Björgunarfélag Vestmannaeyja með flugeldakynningu. Á kynningunni var meðal annars sýnt úrval vinsælla flugelda, þar á meðal Tungubrenna, Fjarskipti, Snjóflóð, Björgunarhundar, Eyjatertan og Kaka ársins, auk fleiri vara. Allar flugeldavörur félagsins má skoða og kaupa í vefversluninni á eyjar.flugeldar.is, þar sem einnig er hægt að ganga frá kaupum og sækja flugeldana síðar á […]
Námið stendur ekki í stað – Hefur þróast með hverju árinu

„Ég er að ljúka þremur góðum árum hérna núna. Ég kannast þó aðeins við að útskrifast, ég lauk námi á félagsvísindabraut haustið 2020. Þá var hins vegar engin formleg útskrift, vegna COVID,“ sagði Sigurður Ragnar Steinarsson útskriftarnemi sem ávarpaði gesti á skólaslitunum fyrir hönd nemenda. „Þessi ár hafa kennt okkur margt. Ábyrgð, þrautseigju og ekki […]
Dagur gleði, þakklætis og framtíðar

Útskriftarræða skólameistara Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum á skólaslitum haustannar „Ágætu áheyrendur, kæru útskriftarnemar, fjölskyldur, vinir og samstarfsfólk. Í dag er dagur gleði og þakklætis. Við kveðjum hóp fólks sem hefur lokið mikilvægu verkefni hér í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og er nú tilbúið að taka næstu skref út í samfélagið. Þetta er dagur til að fagna áfangasigri – […]
Margrét Steinunn – Leikfélagið á stóran part í mínu lífi

Leikfélagið lauk nýverið við uppsetningu á hinni glæsilegu sýningu Skilaboðaskjóðunni við góðar undirtektir Eyjamanna. Við heyrðum í Margréti Steinunni, formanni leikfélagsins, og spurðum hana út í starfið, ástríðuna fyrir leiklist og það sem er framundan hjá leikfélaginu. Fjölskylda? Er gift Birki Helgasyni og saman eigum við tvo stráka, Hilmar Orra 7 ára og Jóhann Bjart 2ja ára. Svo má ekki gleyma fjórfætta syninum, hundinum okkar, Gimli. Mottó? Ef […]
Stefna á siglingu í Landeyjahöfn

Herjólfur stefnir á að sigla eina ferð til Landeyjahafnar í kvöld. Samkvæmt tilkynningu félagsins verður brottför frá Vestmannaeyjum kl. 18:00, en um er að ræða breytta brottförartíma frá því sem áður var áætlað kl. 16:00. Brottför frá Landeyjahöfn verður kl. 19:45. Dýpi var mælt fyrr í dag og samkvæmt niðurstöðum hafa aðstæður ekki versnað frá […]
Nítján útskrifuðust af sex mismunandi brautum

Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum var slitið föstudaginn 19. desember. Alls útskrifuðust 19 nemendur af sex mismunandi brautum. Yfir 270 nemendur stunduðu nám við skólann á önninni, á ólíkum námsleiðum og í fjölbreyttum áföngum. „Ágætu áheyrendur, kæru útskriftarnemar, fjölskyldur, vinir og samstarfsfólk. Í dag er dagur gleði og þakklætis. Við kveðjum hóp fólks sem hefur lokið mikilvægu […]
Heimir Hallgríms – ÍBV lagði grunninn

Heimi Hallgrímsson þarf ekki að kynna fyrir Eyjamönnum en hann er einn af okkar ástsælustu þjálfurum fyrr og síðar. Hann hefur fyrir löngu unnið hug og hjörtu þjóðarinnar og nú einnig sem þjálfari írska landsliðsins. Heimir tók við írska landsliðinu í júlí á síðasta ári eftir að hafa þjálfað landslið Jamaíka árin 2022-2024. Írska liðið hefur […]
Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV

Kvennalið ÍBV í fótbolta hefur fengið liðstyrk fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna. Færeyska landsliðskonan, Fridrikka Maria Clementsen er gengin til liðs við ÍBV. Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag. Fridrikka leikur á miðjunni. Hún skoraði ellefu mörk og var með tíu stoðsendingar í 21 leik fyrir HB Tórshavn í […]
Söguleg önn og öflugt skólastarf

FÍV hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2025 – Áhersla var lögð á vellíðan og samfélagslega ábyrgð „Haustönnin sem nú er að ljúka var ein af þessum önnum sem maður finnur í maganum að hafi verið öflug, með krafti í nemendum og miklu lífi í skólanum, bæði í kennslustundum og utan þeirra,“ sagði Thelma Björk Gísladóttir, aðstoðarskólameistari Framhaldsskólans í […]