Í dag eru 75 ár frá Glitfaxaslysinu

Dagur sorgar í sögu Vestmannaeyja – Alls fórust 20 – Flestir tengdir Eyjum Þennan dag fyrir 75 árum, miðvikudaginn 31. janúar 1951 fórst flugvélin Glitfaxi í eigu Flugfélags Íslands í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Vélin var að koma frá Vestmannaeyjum og með henni fórust 20 manns, 17 farþegar og þriggja manna áhöfn. Tvær vélar í áætlunarflugi […]
Hárígræðslur í Tyrklandi

Hármissir hefur lengi verið viðkvæmt umræðuefni hjá mörgum karlmönnun og oft eitthvað sem menn forðast að ræða opinberlega. Undanfarin ár hefur hárígræðsla þó orðið mun aðgengilegri, ekki síst í Tyrklandi, þar sem Íslendingar hafa í auknum mæli leitað sér aðstoðar. Birkir Hlynsson er einn þeirra sem sjálfur hefur farið í hárígræðslu og hefur verið opinn með ferlið, miðlað reynslu sinni og […]
Húsið of hátt – skipulagi breytt eftir á og nágrannar ósáttir

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna breyttra hæðarskilmála við Vesturveg 6 og vísað málinu til bæjarstjórnar. Tillagan var grenndarkynnt og bárust tvær formlegar athugasemdir frá íbúum við Vesturveg 5 og Vesturveg 10, sem leggjast gegn breytingunni. Breytingin felur í sér að hámarkshæð húss á lóðinni […]
Elliði fyrir leikinn gegn Dönum

Ísland mætir heimsmeisturum Danmerkur í kvöld í undanúrslitum EM karla í handbolta á þeirra heimavelli í Herning. Elliði Snær Viðarsson hefur átt góðu gengi að fagna á báðum endum vallarins á mótinu og segir hann lykilatriði til að vinna Danina sé að eiga frábæran leik bæði sóknar- og varnarlega. En hvað er það helst sem […]
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM

Það er algjör risaleikur í kvöld á EM karla í handbolta þegar Ísland og Danmörk eigast við í undanúrslitaleik mótsins kl. 19:30 í Herning í Danmörku. Sæti í úrslitaleik mótsins er í húfi en í hinum undanúrslitaleiknum leika Þýskaland og Króatía. Við á Eyjafréttum fengum nokkra af helstu handboltasérfræðingunum úr Eyjum til að spá í […]
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum

Á morgun verður haldið áfram með sýningarröðina Vestmannaeyjar í gegnum linsu liðins tíma þar sem sýndar eru lifandi myndir frá Vestmannaeyjum, að mestu teknar á árunum 1950–1970. Myndefnið er afar fjölbreytt, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Að þessu sinni má meðal annars sjá efni frá Þjóðhátíð, úr leikskólum, af listsýningum, frá bryggjulífi, skátastarfi og fleiru. […]
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör

Fyrir utan veðrið og fjölda klukkustunda þar sem dagsbirtan lætur sjá sig, er janúar sennilega mest spennandi mánuður ársins í Vestmannaeyjum. Um leið og landsliðið í handbolta byrjaði Evrópumótið þá hófst á sama tíma loðnumæling á vegum Hafrannsóknarstofnunarinnar og útgerða. Við eigum jú Elliða sem lykilmann á handboltavellinum, Kára Kristján í Stofunni með handboltaspjallið og […]
Áskorun til Vestmannaeyinga

Undirrituð hefur nú fylgst með í dágóðan tíma hve algengt það er að börn fái sleikjó í Herjólfi. Hefur henni verið sagt að þetta sé gert til þess að slá á ógleði hjá börnunum en einnig að þetta sé til þess að kaupa smá frið. Börnin séu jafnvel vel undir 2 ára sem stingur hvað mest tannlæknahjartað. Frá sjónarhorni tannlæknis […]
Skipar sjö manna fagráð

Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, hefur skipað nýtt sjö manna fagráð til næstu þriggja ára. Fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar að hlutverk fagráðsins sé að vera ráðgefandi vettvangur um faglega þróun og gæði þjónustu innan HSU. Ráðið skal stuðla að framþróun og faglegri umræðu þvert á starfsemi stofnunarinnar, með hag sjúklinga og samfélagsins að leiðarljósi. […]
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið

Skráning er í fullum gangi fyrir Lífshlaupið 2026. Keppnin stendur yfir frá 1. – 28. febrúar. Árið 2025 voru 18.606 virkir þátttakendur í Lífshlaupinu og miðað við áhugann þá stefnir í bætingu. Á meðan að Lífshlaupið stendur yfir eru þátttakendur hvattir til að deila myndum af sinni hreyfingu í gegnum heimasíðuna og/eða á Facebook eða […]