Frændurnir og meistarakokkarnir í hópi þeirra bestu

„Þar sem maðurinn minn er óhóflega hlédrægur og sér enga ástæðu til þess að monta sig af einu eða neinu finnst mér ég algjörlega tilneydd til þess að deila þessum pósti. Í kvöld var viðburður þar sem útgáfu bókarinnar, 25 Best Chefs – Iceland var fagnað með einstökum kvöldverðarviðburði á Vox Brasserie, þar sem sjónum er beint að fremstu matreiðslumönnum landsins,“ […]

Barbora Gorová – Frá Tékklandi til Vestmannaeyja  

Barbora Gorová flutti til Vestmannaeyja árið 2017 ásamt eiginmanni sínum, Eyjamanninum Gísla Matthíasi Sigmarssyni. Þau kynntust á ferðalagi sínu um Kúbu og urðu fljótlega par. Eftir að hafa búið saman erlendis um tíma ákváðu þau að setjast að í Eyjum. Barbora er lyfjafræðingur að mennt og hefur hún vakið athygli fyrir fagmennsku sína og þjónustulund […]

Lundúnir í fyrradag og Lúxemborg í dag

Eyjamaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, sem hefur verið að gera það gott undir listamannsnafninu Júníus Meyvant, hóf tónleikaferðalag sitt um Evrópu með tónleikum í Lundúnum í fyrrakvöld. „Þetta var bara gaman, mjög gaman,“ segir Unnar um fyrstu tónleikana, sem voru vel sóttir. „Ég ætlaði að vera kominn með plötu, en það klúðraðist aðeins í smá studíórugli. Ég […]

Höfnin stefnir á Seatrade eftir 14 ára hlé

Halkion Teista Skemmtiferdaskip Lagf Minni

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum að leggja til að tveir fulltrúar Vestmannaeyjahafnar verði sendir á Seatrade Global ráðstefnuna sem fer fram í vor. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur, en fulltrúar D-lista greiddu atkvæði gegn henni. Beiðnin barst frá hafnarstjóra og hafsögumönnum sem telja nauðsynlegt að viðhalda tengslum við viðskiptavini […]

ÍBV fær KA/Þór í heimsókn

Eyja 3L2A9749

Það verður spenna á parketinu í Olís deild kvenna í dag þegar ÍBV tekur á móti KA/Þór í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Leikurinn hefst klukkan 15:00. Bæði lið hafa sýnt góða takta í upphafi móts og ljóst að mikilvægt er fyrir þau að næla í stig á þessum tímapunkti, enda hart barist á toppi deildarinnar. ÍBV hefur […]

Bókakynningu Óla Gränz frestað til sunnudags

Bókakynningu Óla Gränz, sem fara átti fram í Eldheimum um helgina, hefur verið frestað til sunnudagsins 9. nóvember kl. 17:00. Á kynningunni mun Óli segja frá nýrri bók sinni Óli Gränz, þar sem raktar eru endurminningar hans úr fjölbreyttu og viðburðarríku lífi. Bókin er skráð af Guðna Einarssyni og gefin út af Bókaútgáfunni Hólum. Óli, […]

Sandra Erlingsdóttir á leiðinni á HM í handbolta

Sandra Erlingsdóttir, leikmaður ÍBV, er í lokahópi kvennalandsliðs Íslands í handbolta sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í lok mánaðarins. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, tilkynnti lokahópinn fyrr í dag en í honum eru 16 leikmenn. Fyrsti leikur Íslands á HM verður gegn Þýskalandi, 26. nóvember. Tveimur dögum síðar mæta stelpurnar Serbíu og 30. nóvember spila […]

Bergey og Vestmannaey lönduðu í Grindavík

Eyjarnar 20250826 081915

Vestmannaeyjatogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í Grindavík í morgun að afloknum stuttum veiðiferðum. Vinnslustöðvar Vísis þurftu á hráefni að halda og þá komu togararnir færandi hendi. Rætt er við þá Jón Valgeirsson skipstjóra á Bergey og Egil Guðna Guðnason skipstjóra á Vestmannaey á vef Síldarvinnslunnar. Jón sagði að farið hefði verið út […]

Klæðning Eldheima þolir illa veðráttuna

Eldheimar Vestm Is Skemmdir Cr 1125

Klæðning Eldheima er á köflum verulega illa farin og hafa nú verið hafnar aðgerðir til að fjarlægja þá hluta sem verst standa. Frá þessu er greint á vef Vestmannaeyjabæjar. Bent á áskoranir strax í upphafi Byggingu Eldheima lauk árið 2014 og var húsið lokaverkefni arkitektsins Margrétar Kristínar Gunnarsdóttur í arkitektanámi hennar í Árósum. Ytra byrði […]

Kósí stemning í miðbænum í gær

Notaleg stemning var í miðbænum í gærkvöldi þegar þrjár verslanir, Póley, Sjampó og Litla skvísubúðin, buðu viðskiptavinum í kvöldopnun. Boðið var upp á ýmis tilboð og kynningar ásamt léttum veitingum. Litla skvísubúðin fagnaði 15 ára afmæli sínu og var með flotta tískusýningu sem vakti mikla athygli. Sjampó var með kynningu á Sebastian hárvörum og var […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.