Tafir skýrast vegna stjórnkerfis og manneklu

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, segir að tvær meginástæður liggi að baki því að sértæk frístundaþjónusta fyrir fötluð börn sé ekki komin í fullt og formlegt horf þrátt fyrir að rúmar tíu vikur séu liðnar af skólaárinu. Annars vegar hafi tekið tíma að fá formlega heimild fyrir rekstrinum í gegnum stjórnkerfið og hins […]
Ísland í milliriðil eftir stórsigur á Úrúgvæ

Íslenska kvennalandsliðið lék lokaleik sinn í C-riðli, gegn Úrúgvæ, á HM kvenna í handbolta í dag. Leikurinn var úrslitaleikur um hvort liðið færi áfram í milliriðil. Íslensku stelpurnar mættu beittar til leiks og tryggðu sér sæti í milliriðli með stórsigri. Lokatölur leiksins, 33-19. Eyjastelpurnar, Díana Dögg Magnúsdóttir, Elísa Elíasdóttir og Sandra Erlingsdóttir voru allar í […]
Andri Eyvindsson í úrslitum í Jólalagakeppni Rásar 2

Rás 2 auglýsti á dögunum eftir nýjum framlögum í hina árlegu Jólalagakeppnina þeirra og hefur nú verið tilkynnt hvaða fimm lög komast í úrslit. Eitt af lögunum sem hlutu úrslitasæti var lagið Bakvið ljósin eftir Eyjamanninn Andra Eyvinsson. Andri er lagahöfundur, trúbador og tónlistarkennari. Hann segir textann hafa tragískann undirtón en að sagan endi þó […]
Súrrealískt að mæta á Bessastaði

María Fönn Frostadóttir hefur haft í nógu að snúast upp á síðkastið og hefur heldur betur látið til sín taka. Maríu Fönn var afhent forsetamerki Bandalags íslenskra skáta á Bessastöðum í byrjun mánaðarins, sem er mikil viðurkenning fyrir hennar störf. Forsetamerkið byggir á kjarnagildum skátahreyfingarinnar, þar sem lögð er áhersla á persónulegan þroska og framlag […]
Biðlistar í leikskólum: Stefnt að frekari fjölgun leikskólarýma

Biðlistar hafa myndast á leikskólum Vestmannaeyjabæjar og að sögn Jóns Péturssonar, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs, er unnið markvisst að því að mæta eftirspurn. Inntaka leikskólabarna fer fyrst og fremst fram á haustin, og aftur í upphafi árs, og tókst bænum í september að taka inn öll börn sem voru orðin 12 mánaða þá, í samræmi […]
Önnur gul viðvörun og Herjólfur til Þorlákshafnar

Veðurstofan hefur gefið út aðra gula við vörun fyrir Suðurland. Einng er gul viðvörun á Suðaustulandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í dag kl. 15:00 og gildir hún til morguns, 1. des. kl. 05:00. Í viðvörunarorðum segir: Austan 15-23 m/s, með vindhviður að 35-40 m/s við fjöll, hvassast undir Eyjafjöllum. Varasamt ökutækjum, sem taka á […]
Gul viðvörun og ábending frá Herjólfi

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa. Í viðvörunarorðum fyrir Suðurland segir: Búast má við talsverðri sjókomu og takmörkuðu skyggni, einkum á Hellisheiði og í Þrengslum. Staðbundar samgöngutruflanir líklegar. Viðvörunin fyrir Suðurland tók gildi í dag, 29 nóv. kl. 12:00 og gildir hún til morguns, 30 nóv. […]
Flogið fimm sinnum í viku til Eyja

Norlandair undirbýr nú að hefja áætlunarflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í byrjun næsta mánaðar. Flugið mun stytta ferðatímann verulega og bæta samgöngur til og frá Eyjum, að sögn Rúnu Bjarkar Magnúsdóttur, starfsmanns Norlandair. „Flug er mjög skilvirkur og fljótlegur samgöngumáti. Þessi flugleið styttir ferðatímann milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur umtalsvert,“ segir hún og bætir við að […]
Ljósin tendruð á jólatrénu á Stakkagerðistúni

Ljósin á jólatrénu á Stakkagerðistúni voru tendruð í gær við hátíðlega athöfn þar sem fjölmennt var og jólastemningin í fyrirrúmi. Dagskráin hófst á tónflutningi Lúðrasveitar Vestmannaeyja sem lék nokkur vel valin lög. Helga Jóhanna Harðardóttir, varaforseti bæjarstjórnar, ávarpaði gesti og síðan tóku Litlu lærisveinar, undir stjórn Kitty Kovács, við og sungu jólalög. Þá flutti Viðar […]
Fundu enga myglu í Hamarsskóla

Vestmannaeyjabæ barst tilkynning frá skólastjóra Hamarsskóla rétt fyrir vetrarleyfi grunnskólans vegna grunsemda um mögulega myglu í skólanum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Eyjafrétta höfðu þá komið fram áhyggjur af loftgæðum í ákveðnum rýmum og einn kennari farið í veikindaleyfi. Bæjarfélagið brást tafarlaust við tilkynningunni. Kallaðir voru til sérfræðingar til að framkvæma mælingar og meta hvort um myglu […]