Nítján útskrifuðust á haustönn

Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum var slitið í dag. Alls útskrifuðust 19 nemendur af sex mismunandi brautum. Yfir 270 nemendur stunduðu nám við skólann á önninni, á ólíkum námsleiðum og í fjölbreyttum áföngum. Haustönnin er söguleg því Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2025. „Það er viðurkenning sem vegur þungt – ekki bara fyrir skólann, heldur fyrir allt skólasamfélagið: […]
ÍBV í Knattspyrnubókinni 2025

Í bók Víðis Sigurðssonar íþróttafréttamanns á Morgunblaðinu, Íslensk knattspyrna 2025 er að finna áhugaverðar greinar þar sem ÍBV karla og kvenna í meistaraflokki koma við sögu auk yngri flokkanna. Karlarnir héldu sæti sínu í Bestu deildinni og konurnar endurheimtu sæti sitt eftir tvö ár í Lengudeildinni. Þeir voru nokkrir hápunktarnir hjá köllunum, m.a. sigur karlanna […]
Síldarveisla í Vinnslustöðinni

Hefð er orðin fyrir því að bjóða starfsmönnum, fyrrverandi starfsmönnum og velunnurum Vinnslustöðvarinnar til síldarveislu á aðventunni. Í frétt á vef fyrirtækisins segir að veislan hafi fest sig í sessi sem kærkominn viðburður í aðdraganda jóla og nýtur ár eftir ár mikilla vinsælda. Það eru þau Ingigerður Helgadóttir og Benóný Þórisson sem bera hitann og […]
Kynnti aðgerðaráætlun fyrir íslenska fjölmiðla

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, kynnti í dag aðgerðaáætlun stjórnvalda fyrir íslenska fjölmiðla. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að aðgerðaáætlunin sé afrakstur viðamikils samráð við fjölmiðla landsins, auglýsendur og framleiðendur. Hún telur um tuttugu aðgerðir og hvílir á þremur þáttum: • Fjölmiðar eru grunnstoð í samfélaginu • Alþjóðleg samkeppni grefur undan íslenskum fjölmiðlum • Nauðsynlegt er að horfa […]
Þorskur og ýsa lækka en stofnar enn yfir meðaltali

Stofnmælingar botnfiska að haustlagi fór fram í þrítugasta sinn dagana 27. september til 17. október 2025. Togararnir Breki VE-61 og Þórunn Sveinsdóttir VE-401 tóku þátt í verkefninu í ár ásamt rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni HF-200. Verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti frá árinu 1996, að því er segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastöfnun. Stofnvísitala þorsks í […]
Vestmannaeyjabær leggur 30 milljónir í Eyjagöng

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og Haraldur Pálsson fyrir hönd félagsins Eyjagöng ehf. undirrituðu samning um 30 milljón króna hlutafjárframlag sem Vestmannaeyjabær hefur samþykkt að leggja inn í félagið. Markmið félagsins er að fjármagna grunnrannsóknir á jarðlögum milli lands og Vestmannaeyja vegna mögulegrar jarðgangagerðar. Í frétt á vef bæjaryfirvalda segir að þetta sé stórt skref og […]
Kílómetragjald fyrir alla bíla tekur gildi um áramótin

Alþingi hefur samþykkt lög um kílómetragjald sem taka gildi um áramót. Með lögunum verða olíu- og bensíngjöld felld niður og í staðinn tekið upp gjald sem miðast við hvern ekinn kílómetra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Kílómetragjald var fyrst tekið upp fyrir rafmagnsbíla 1. janúar 2024 og með nýju lögunum nær […]
Stjörnuleikurinn 2025 – Leikdagur

Stjörnuleikurinn 2025 fer fram í dag, föstudaginn 19. desember í Íþróttamiðstöðinni og hefst leikurinn klukkan 17:00. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem handboltinn er nýttur til að sameina fólk og safna fyrir gott málefni. Allur ágóði rennur til Downsfélagsins Stjörnuleikurinn er leikur þar sem áhersla er lögð á gleði, samveru og stuðning, og […]
Landsnet og Laxey semja

Landsnet og Laxey hafa skrifað undir flutningssamning vegna raforkuafhendingar fyrir landeldi í Vestmannaeyjum. Sagt er frá þessu á vefsíðu Landsnets. Þar segir enn fremur að Lárus Ásgeirsson, stjórnarformaður Laxeyjar, hafi heimsótt aðalstöðvar Landsnets til að ræða stöðuna og framtíðina. Í flutningssamningnum er miðað við 10 MW flutning og er hann gerður til 10 ára að […]
Víðir og Ása – Besta niðurstaðan horft til framtíðar

Eyjafréttir báru frétt um makrílsamning utanríkisráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur við Noreg, Bretland og Færeyjar um skiptingu aflaheimilda í makríl undir alla þingmenn kjördæmisins. Í fréttinni kemur fram að með samningnum muni makrílvinnsla í Vestmannaeyjum leggjast af. Fyrst til að svara voru þingmenn Samfylkingarinnar, Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Víðir Reynisson sem eru nokkuð sátt. „Við styðjum að […]