Í dag eru 75 ár frá Glitfaxaslysinu

Dagur sorgar í sögu Vestmannaeyja – Alls fórust 20 – Flestir tengdir Eyjum Þennan dag fyrir 75 árum, miðvikudaginn 31. janúar 1951 fórst flugvélin Glitfaxi í eigu Flugfélags Íslands í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Vélin var að koma frá Vestmannaeyjum og með henni fórust 20 manns, 17 farþegar og þriggja manna áhöfn. Tvær vélar í áætlunarflugi […]

Hárígræðslur í Tyrklandi 

Hármissir hefur lengi verið viðkvæmt umræðuefni hjá mörgum karlmönnun og oft eitthvað sem menn forðast að ræða opinberlega. Undanfarin ár hefur hárígræðsla þó orðið mun aðgengilegri, ekki síst í Tyrklandi, þar sem Íslendingar hafa í auknum mæli leitað sér aðstoðar.  Birkir Hlynsson er einn þeirra sem sjálfur hefur farið í hárígræðslu og hefur verið opinn með ferlið, miðlað reynslu sinni og […]

Húsið of hátt – skipulagi breytt eftir á og nágrannar ósáttir

Nybygging Vesturvegi

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna breyttra hæðarskilmála við Vesturveg 6 og vísað málinu til bæjarstjórnar. Tillagan var grenndarkynnt og bárust tvær formlegar athugasemdir frá íbúum við Vesturveg 5 og Vesturveg 10, sem leggjast gegn breytingunni. Breytingin felur í sér að hámarkshæð húss á lóðinni […]

Elliði fyrir leikinn gegn Dönum

Ísland mætir heimsmeisturum Danmerkur í kvöld í undanúrslitum EM karla í handbolta á þeirra heimavelli í Herning. Elliði Snær Viðarsson hefur átt góðu gengi að fagna á báðum endum vallarins á mótinu og segir hann lykilatriði til að vinna Danina sé að eiga frábæran leik bæði sóknar- og varnarlega.  En hvað er það helst sem […]

Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM

Það er algjör risaleikur í kvöld á EM karla í handbolta þegar Ísland og Danmörk eigast við í undanúrslitaleik mótsins kl. 19:30 í Herning í Danmörku. Sæti í úrslitaleik mótsins er í húfi en í hinum undanúrslitaleiknum leika Þýskaland og Króatía. Við á Eyjafréttum fengum nokkra af helstu handboltasérfræðingunum úr Eyjum til að spá í […]

Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum

Á morgun verður haldið áfram með sýningarröðina Vestmannaeyjar í gegnum linsu liðins tíma þar sem sýndar eru lifandi myndir frá Vestmannaeyjum, að mestu teknar á árunum 1950–1970. Myndefnið er afar fjölbreytt, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Að þessu sinni má meðal annars sjá efni frá Þjóðhátíð, úr leikskólum, af listsýningum, frá bryggjulífi, skátastarfi og fleiru. […]

Handbolti, loðnukvóti og prófkjör

eythor_h_cr

Fyrir utan veðrið og fjölda klukkustunda þar sem dagsbirtan lætur sjá sig, er janúar sennilega mest spennandi mánuður ársins í Vestmannaeyjum. Um leið og landsliðið í handbolta byrjaði Evrópumótið þá hófst á sama tíma loðnumæling á vegum Hafrannsóknarstofnunarinnar og útgerða. Við eigum jú Elliða sem lykilmann á handboltavellinum, Kára Kristján í Stofunni með handboltaspjallið og […]

Áskorun til Vestmannaeyinga 

Undirrituð hefur nú fylgst með í dágóðan tíma hve algengt það er að börn fái sleikjó í Herjólfi. Hefur henni verið sagt að þetta sé gert til þess að slá á ógleði hjá börnunum en einnig að þetta sé til þess að kaupa smá frið. Börnin séu jafnvel vel undir 2 ára sem stingur hvað mest tannlæknahjartað. Frá sjónarhorni tannlæknis […]

Skipar sjö manna fagráð

HSU Ads A7C1174

Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, hefur skipað nýtt sjö manna fagráð til næstu þriggja ára. Fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar að hlutverk fagráðsins sé að vera ráðgefandi vettvangur um faglega þróun og gæði þjónustu innan HSU. Ráðið skal stuðla að framþróun og faglegri umræðu þvert á starfsemi stofnunarinnar, með hag sjúklinga og samfélagsins að leiðarljósi. […]

Skráning stendur yfir í Lífshlaupið

lifshlaup_mynd_net

Skráning er í fullum gangi fyrir Lífshlaupið 2026. Keppnin stendur yfir frá 1. – 28. febrúar. Árið 2025 voru 18.606 virkir þátttakendur í Lífshlaupinu og miðað við áhugann þá stefnir í bætingu. Á meðan að Lífshlaupið stendur yfir eru þátttakendur hvattir til að deila myndum af sinni hreyfingu í gegnum heimasíðuna og/eða á Facebook eða […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.