Stjörnuleikurinn fer fram á föstudaginn – Blaðamannafundur á morgun

Stjörnuleikurinn er orðinn fastur liður í aðdraganda jóla í Eyjum. Á morgun, miðvikudag fer fram blaðamannafundur fyrir leikinn. Fundurinn fer fram á Einsa Kalda kl. 17:00 og er sýndur í beinni á ÍBV TV.  Handboltastjörnurnar hringja inn jólin föstudaginn 19. desember, þegar stærsti handboltaleikur ársins fer fram í Íþróttamiðstöðinni kl. 18:00. Meistaraflokkur karla og kvenna […]

Lönduðu í Þorlákshöfn

Eyjarnar landa

Vestmannaeyjatogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu í Þorlákshöfn í dag. Aflinn mun að mestu leyti fara til vinnslu hjá Vísi í Grindavík. Um er að ræða síðustu löndun skipanna fyrir jól. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við skipstjórana og spurði frétta um veiðiferðina. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey, lét vel af sér og var sáttur við […]

Níu fjölmiðlar á landsbyggðinni fengu styrk

Blöð

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til einkarekinna, staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að markmið með styrkveitingunum sé að efla starfsemi staðbundinna fjölmiðla á landsbyggðinni en þeir gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum um menningar- og samfélagsmál og styðja með þeim hætti við lýðræðisþátttöku og menningarstarf. […]

Vegagerðin: Beðið eftir glugga til dýpkunar

Alfsnes 06 24 IMG 5443 2

Óvissa er enn um hvenær hægt verði að hefja dýpkun í Landeyjahöfn og þar með taka upp reglubundnar siglingar Herjólfs á ný. Eyjafréttir leituðu til G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, til að fá nánari upplýsingar um stöðuna og horfur næstu daga. Samkvæmt Pétri hefur dýpið ekki verið mælt nýlega í höfninni, en miðað við fyrirliggjandi […]

Kveikjum neistann virkar

Einar Gunnarsson, skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja skrifar pistil um reynslu sína af Kveikjum neistann verkefninu. Eftir 23 ár í skólastarfi, bæði sem kennari og skólastjórnandi, hef ég séð mörg verkefni koma og fara í íslensku skólakerfi. Kveikjum neistann kom inn í Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir fimm árum þegar ég var aðstoðarskólastjóri og get ég fullyrt að það […]

Íslenskum hagsmunum fórnað í makrílsamningi

Utanríkisráðherra tilkynnti í dag að hún hefði undirritað samning við Bretland, Noreg og Færeyjar um skiptingu hlutdeildar á milli ríkjanna fjögurra í makríl. Samkomulagið gildir til ársloka 2028. Ekki er um heildstæðan samning strandríkja í makríl að ræða því utan samnings standa Grænland og Evrópusambandið, segir í tilkynningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar segir jafnframt […]

Ábending frá Herjólfi

Dýpi og aðstæður til dýpkunar hafa verið óhagstæðar undanfarnar vikur og spá fyrir næstu daga er jafnframt óhagstæð. Dýpkun hefst um leið og aðstæður leyfa. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Siglingaáætlun Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00 Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 […]

Hallar verulega á Vestmannaeyjar í samgönguáætlun

Hofnin TMS 20220630 084235 La 25

Bæjarstjóri og hafnarstjóri Vestmannaeyja fóru nýverið yfir tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2026–2040 og fimm ára aðgerðaáætlun 2026–2030 í bæjarráði og framkvæmda- og hafnarráði. Í þeirri yfirferð kom fram að áætlunin halli verulega á Vestmannaeyjar þegar kemur að uppbyggingu samgönguinnviða. Greint er frá þessu á vef Vestmannaeyjabæjar, þar sem farið er ítarlega yfir […]

Stuðningsmaður ÍBV með 13 rétta

Tveir tipparar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og fá þeir í sinn hlut tæpar 1.6 milljónir króna. Annar tipparinn er úr Vestmannaeyjum og styður ÍBV en hinn úr Reykjavík og styður við bakið á Íþróttafélagi Fatlaðra í Reykjavík. Báðir tippararnir tippuðu á að Arsenal myndi vinna Wolves og glöddust yfir tveim […]

Samið um nýja almannavarnavatnslögn til Eyja

Vestmannaeyjabær hefur undirritað samning við fyrirtækið SUBSEA 7 Ltd. um flutning og lagningu almannavarnavatnslagnar NSL-4 milli lands og Vestmannaeyja. Samkvæmt samningnum mun fyrirtækið meðal annars annast flutning lagnarinnar, útlagningu hennar og eftirlit með framkvæmdunum. Greint er frá þessu á vef Vestmannaeyjabæjar. Um er að ræða 12,7 kílómetra langa 8 tommu lögn, sem verður flutt frá […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.