Draumar æskuáranna rættust

Helgu Jónsdóttur og Arnór Hermannsson þarf ekki að kynna fyrir Eyjamönnum. Um áratugaskeið hafa þau glatt samborgarana með tónlist sinni og myndlist, að ekki sé talað um allt brauðið og kökurnar sem Arnór bakaði. Hjónin hafa komið fram sem dúett, sungið með hljómsveitum, sönghópum og kórum auk þess að semja fjölda laga og texta. Þau voru í forystu fyrir hippahátíðum og hafa undanfarin ár efnt til listahátíða á goslokum. Þar hafa þau sýnt eigin verk og […]

ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val

Kvennalið ÍBV í handbolta tapaði gegn Val í 14. umferð Olís deildar kvenna, í Eyjum í dag. Um var að ræða algjöran toppslag deildarinnar en fyrir leikinn voru bæði lið með 22 stig í fyrsta og öðru sæti deildarinnar. Valskonur byrjuðu leikinn betur og komust í 0:2 á upphafs mínútum leiksins. Jafnræði var með liðunum […]

Handverksmenn sýna í Einarsstofu

Í dag er sýning á verkum fjögurra handverksmanna í Einarsstofu í Safnahúsi. Fjölbreytt sýning og skemmtileg og þar er hægt kaupa fallega hluti. Þeir eru Kristmann Kristmannsson múrarameistari, séra Viðar Stefánsson prestur Landakirkju, Daníel Örn Virknir Jóhannesson gullsmiður og Viktor Þór Reynisson. Daníel Örn og Viktor Þór eru báðir fæddir og uppaldir í Vestmannaeyjum og fluttir […]

Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi

DSC_1121

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að skipa samninganefnd til að fara yfir samning um rekstur Herjólfs við Vegagerðina. Málið kom til umræðu í bæjarstjórn í kjölfar fundar bæjarráðs með Vegagerðinni vegna óskar sveitarfélagsins um framlengingu á gildandi samningi. Samkvæmt 9. grein samningsins óskaði Vestmannaeyjabær eftir framlengingu hans. Vegagerðin taldi sig hins vegar ekki geta orðið við […]

Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar

Fréttapýramídar Eyjafrétta voru afhentir nýverið við hátíðlega athöfn. Með viðurkenningunum heiðra Eyjafréttir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir í Vestmannaeyjum sem hafa lagt samfélaginu mikilvægt og eftirtektarvert lið á sínu sviði. Laxey var valið fyrirtæki ársins. Á örfáum árum hefur Laxey farið frá hugmynd að fullburða rekstri. Samstarf Daða Pálssonar og Hallgríms Steinssonar, sem hófst með óformlegu […]

Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu

höfn_yfir_0324_hbh_fb

Athuganir standa nú yfir á því hvort Vestmannaeyjahöfn geti orðið ein af lykilhöfnum landsins fyrir uppbyggingu fóðurframleiðslu fyrir fiskeldi. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja, þar sem farið var yfir stöðu vinnu sem tengist mögulegri uppbyggingu stórskipakants í höfninni. Hafnarstjóri og framkvæmdastjóri sviðsins hafa verið í samskiptum við Mar Advisors, […]

Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals

Í dag kl. 14:00 fer fram stærsti leikur tímabilsins til þessa í Olísdeild kvenna þegar ÍBV tekur á móti Val í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Þar mætast tvö sterkustu lið deildarinnar í hreinum toppslag. Liðin eru jöfn á toppnum með 22 stig eftir 13 umferðir. Valur trónir á toppnum með markatöluna 405–304 (+101) á meðan ÍBV hefur […]

Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum samþykkti á fjölmennum fundi í gærkvöld að viðhafa prófkjör við röðun á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Um 60 manns tóku þátt í ákvörðuninni. Á fundinum var tekin ákvörðun um hvaða aðferð yrði notuð við röðun listans og varð niðurstaðan sú að fara sömu leið og í síðustu kosningum og halda […]

Vara við áhrifum samgönguáætlunar

20240208 143025 Hofn Snjokoma Lagf

Samgönguáætlun fyrir árin 2026–2030 var kynnt á Alþingi í vikunni. Í kjölfar umfjöllunar málsins í framkvæmda- og hafnarráði Vestmannaeyja hefur bæjarstjórn Vestmannaeyja átt fundi með þingmönnum Suðurkjördæmisins og komið á framfæri athugasemdum sem lúta sérstaklega að stöðu og framtíð hafnarmála í bæjarfélaginu. Í umfjöllun ráðsins var lögð sérstök áhersla á þá þætti samgönguáætlunarinnar sem snúa […]

Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins

„Það voru bjartsýnir Eyjamenn sem horfðu fram á veginn við áramót 1972 til 1973. Sjórinn hafði þá verið gjafmildur og einnig kaupendur fisksins. Í nýrri og enn stærri landhelgi, þá nýstækkaðri úr 12 sjómílum í 50, höfðu Vestmanneyingar veitt vel. Árið 1972 áttu Vestmanneyingar 8,4% af útflutningsverðmæti landsmanna. Nóg atvinna var í plássinu og íbúarnir aldrei verið fleiri, eða […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.