Arnar stýrði Íslandi til sigurs á HM

Arnar Pétursson og stelpurnar hans í íslenska kvennalandsliðinu höfðu betur gegn Færeyjum, í lokaleik sínum á HM kvenna í handbolta í kvöld. Leiknum lauk með 30:33 sigri Íslands og var þetta fyrsti sigur Íslands í milliriðli á HM.  Algjört jafnræði var með liðunum á upphafs mínútum leiksins en eftir tíu mínútur náðu íslensku stelpurnar tveggja […]

Gáfu bæjarbúum jólasíld

síld

Ísfélagið í Vestmannaeyjum hélt í dag í góða jólahefð sína og afhenti bæjarbúum jólasíldina. Fjölmargir mættu í portið á Strandveginum, þar sem starfsfólk Ísfélagsins tók hlýlega á móti Eyjamönnum og afhenti þeim þessa vinsælu jólagjöf. Hildur Zoega og hennar fólk hafa unnið af miklum metnaði og töfrað fram síld sem margir telja þá bestu sem […]

Endilega ræðum málin!

Pall Magnusson Vestmaneyar

Það er mikilsvert að bæjarbúar – ekki síst unga fólkið – láti sér annt um bæinn sinn og veki máls á því sem þeim þykir að betur mætti fara. Mér þótti það því sérstakt gleðiefni að sjá ungan og duglegan mann sem ég kannast ágætlega við, Jóhann Inga Óskarsson, kveða sér hljóðs í bæjarmiðlunum – […]

Einsi kaldi slær hvergi af

Í Vestmannaeyjum eins og öðrum bæjum á landsbyggðinni skiptir hvert starf miklu máli. Hér búum við svo vel að eiga öflug fyrirtæki sem saman mynda öfluga heild í kraftmiklu samfélagi. Sextán þeirra voru valin sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2025 og er Einsi kaldi – veisluþjónusta verðugur fulltrúi þeirra. Umfangið er meira en flesta grunar en skipta má starfseminni í […]

Heildverslun KK 95 ára

Karl Kristmanns umboðs- og heildverslun (HKK) í Vestmannaeyjum er rótgróið fjölskyldufyrirtæki með langa sögu á sviði heildsölu og umboðsverslunar. Fyrirtækið var stofnað árið 1931 af Jónínu, móðir Karls Kristmannssonar sem tók síðar við fyrirtækinu af móður sinni ásamt bróður sínum Inga. Karl rak fyrirtækið þar til hann lést af slysförum árið 1958. Kristmann sonur hans […]

Viðarssynir á skotskónum

Arnor_ibv_DSC_6463 (1)_op

Eyjamennirnir og bræðurnir, Arnór og Elliði Viðarssynir voru báðir í eldlínunni með sínum liðum í handboltanum í gærkvöld. Arnór átti stórleik í sænska handboltanum. Arnór, sem leikur með Karlskrona, skoraði sjö mörk úr tíu skotum og var með sjö stoðsendingar í 29:29 jafntefli gegn Malmö. Hann var bæði markahæstur og stoðsendingahæstur í leiknum. Karlskrona var […]

Vilja reka Herjólf áfram

Herjolfur Farth TMS 20240807 182014

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að óska eftir framlengingu á samningi sveitarfélagsins og ríkisins um rekstur Herjólfs. Núgildandi samningur rennur út 31. desember 2026, en heimilt er að framlengja hann um tvö ár, til ársloka 2028. Sveitarfélagið þarf að senda tilkynningu til ríkisins í janúar 2026, óski það eftir að nýta sér framlengingarákvæði samningsins. Bæjarráð samþykkti […]

Nýjar reglur í kirkjugarðinum um minningarmörk

Sóknarnefnd Vestmannaeyjaprestakalls hefur samþykkt nýjar reglur um minningarmörk, uppsetningu þeirra, umhirðu og viðhald grafarsvæða, eins og fram kemur í frétt á vefsíðu Landakirkju. Reglurnar voru samþykktar á fundi nefndarinnar 24. nóvember sl. og eru settar í kjölfar þess að nýr duftkersgarður hefur verið tekinn í notkun í suðausturhluta garðsins. Í fréttinni segir að reglurnar séu […]

Öruggur sigur ÍBV gegn Stjörnunni

Karlalið ÍBV í handbolta gerði góða ferð í Garðabæinn í dag, þegar liðið vann sjö marka sigur gegn Stjörnunni í 13. umferð Olís deildar karla. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og var staðan 6:6 eftir 15 mínútur. Eyjamenn komust í 6:9 og voru með góða forystu í hálfleik, 12:16. Eyjamenn héldu sama dampi […]

Mjög áhugaverður þáttur á Rás 1 í fyrramálið

Í fyrramálið verður fjórði þáttur um Sölvadal innst í Eyjafirði þar sem Gígja Hólmgeirsdóttir fer yfir sögu dalsins. Í þættinum verður fyrst og fremst rætt um Leif Magnús Grétarsson Thisland. Þátturinn byrjar kl. 10.15 á Rás 1, strax að loknum veðurfréttum. Rætt er við Óskar Pétur Friðriksson en Leif Magnús, sonarsonur hans fórst á voveiginlegan […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.