Jóna Gréta hjá verslun GÞ

Eyjafréttir hafa síðustu misseri verið á ferðinni í verslunum bæjarins, skoðað úrvalið og rætt við kaupmenn um vinsælustu gjafavörurnar í aðdraganda jólanna. Við heyrðum í Jónu Grétu hjá verslun GÞ, sem býður upp á fjölbreytt og vandað úrval fyrir jólin. Aðspurð hver sé vinsælasta gjafavaran um þessar mundir segir Jóna það án efa vera rúmfötin. „Líkt og oft áður eru það rúmfötin sem […]
Sara Sjöfn í Póley – Mikið úrval fyrir jólin

Jólin eru á næsta leyti og flestir farnir að huga að undirbúningi hátíðanna. Að mörgu er að hyggja, svo sem gjöfum, mat, skreytingum og stemningu heimilisins. Við ræddum við Söru Sjöfn, eiganda gjafavöruverslunarinnar Póleyjar, um hvað hún telur skipta mestu í gjafavali og hvernig hún sjálf undirbýr jólin. Hún deilir einnig hagnýtum ráðum fyrir þá sem […]
Vel sótt Jólahvísl í Hvítasunnukirkjunni – myndir

Fullt var út að dyrum á Jólahvísli í Hvítasunnukirkjunni í gærkvöldi þar sem fjölmargir gestir nutu notalegrar kvöldstundar í góðum félagsskap og fallegri tónlist. Aðgangur var ókeypis en boðið upp á frjáls samskot til styrktar jólastyrktarsjóði Landakirkju, sem margir lögðu sitt af mörkum til. Margir og góðir listamenn komu fram á Jólahvísli í ár og […]
Jólalegir eftirréttir

Jólin eru tími hefða og notalegra samverustunda og fátt er betra á aðfangadag en að gæða sér á góðum mat og ljúffengum eftirréttum. Anna Lilja Tómasdóttir er ein þeirra sem eiga auðvelt með að galdra fram gómsæta rétti að sögn ættingja og vina. Við fengum að skyggnast í jólauppskriftir Önnu Lilju sem deildi með okkur […]
Jólalögin sungin af hjartans list í Landakirkju

Það var mikið fjör í Landakirkju í dag þegar fjórir kórar slógu saman með kirkjugestum í einni allsherjar söngveislu. Sungin voru þekkt jólalög og jólasálmar. Það voru Litlu lærisveinarnir, Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennakór Vestmannaeyja sem leiddu sönginn, ýmist einir og sér eða í einum allsherjar kór. Landakirkja var þétt setinn, prestur var séra Viðar Stefánsson og sameinuðust allir í […]
Töluvert af ryki í kennslustofum Hamarsskóla

Ábendingar bárust frá starfsfólki í Hamarsskóla til tæknideildar í október um að skoða þyrfti kennslustofur skólans á vesturgangi, á neðri hæð, þar sem starfsfólk þar hefur fundið fyrir óútskýrðum einkennum frá öndunarvegi. Þegar slíkar ábendingar berast varðandi fasteignir sveitarfélagsins er brugðist við um leið í þeim tilgangi að finna út hvað veldur, segir í tilkynningu […]
Sjáumst syngjandi í kirkjunni okkar

Það verður mikið fjör í Landakirkju í dag þegar fjórir kórar mæta til leiks og bjóða kirkjugestum að syngja með í þekktum jólalögum og jólasálmum. Litlu lærisveinarnir, Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennkór Vestmannaeyja leiða og styðja söng. Á Fésbókarsíðu Landakirkju segir: Hefur þig langað til að syngja jólalögin en tækifærin hafa verið að skornum skammti? – Hefur þig langað að njóta þess að syngja […]
Framkvæmdir við höfnina í samgönguáætlun

Ný samgönguáætlun innviðaráðherra fyrir árin 2026-2030 gerir ráð fyrir fjárfestingu í innviðum Vestmannaeyja. Framkvæmdir og viðhaldsverkefni ná bæði til hafnar- og flugvallarmannvirkja auk þess reksturs ferjusamgangna. Í áætluninni eru nokkur umfangsmikil verkefni við höfnina í Vestmannaeyjum á tímabilinu. Hörgaeyrargarður – stytting og dýpkun: Unnið verður að styttingu og dýpkun garðsins árin 2026 og 2027. Verkefnið er hluti af endurbótum […]
Betra að gera engan samning en slæman

Fólk nær mánaðarlaununum sínum á tæpum fimm dögum á vöktum í makríl – Samið af láglaunafólkinu án samtals eða samráðs við það „Við erum öflugt samfélag hér í Eyjum, vinnum myrkranna á milli, sköpum gífurleg verðmæti og skatttekjur til samfélagsins og ætlum að gera það áfram. Látið okkur í friði,“ segir Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags […]
Heilsan, jólin og jafnvægið

Á aðventunni og yfir hátíðarnar finna margir fyrir auknu álagi, óreglu í daglegu lífi og meiri freistingum í mataræði. Til að hjálpa lesendum að halda jafnvægi og vellíðan á þessum tíma settist ég niður með Eygló þjálfara, sem deildi með mér hagnýtum og einföldum heilsuráðum. Eygló segir að hennar besta heilsuráð yfir hátíðarnar sé að […]