Velgengni er að gera sitt besta og vita það innra með sér

Hlynur Andrésson tryggði sér um helgina Íslandsmeistaratitil í maraþonhlaupi þegar hann kom í mark í Reykjavíkurmaraþoninu á tímanum 2:26:51. Þetta var aðeins hans annað maraþon sem hann hleypur á ævinni, en hann á enn Íslandsmetið í greininni frá Dresden árið 2020. Við hjá heyrðum í Hlyni og tókum á honum púlsinn. Fjölskylda: Valentina San Vicente […]
Eyjamenn með mikilvægan sigur

Karlalið ÍBV vann góðan 2-0 heimasigur á ÍA í 21. umferð Bestu deildar karla í dag í blíðskaparveðri. Eyjamenn voru töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en náðu þó ekki að skapa sér hrein dauðafæri. Mikið var um hornspyrnur og fyrirgjafir sem þeir náðu ekki að nýta. Staðan 0-0 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svipaður […]
Sjávarútvegssýning í september

Sýningin Sjávarútvegur 2025 / Iceland Fishing Expo verður haldin í fjórða sinn 10.–12. september í Laugardalshöll en það er sýningarfyrirtækið Ritsýn sem stendur að sýningunni. Fram kemur í fréttatilkynningu sem Ritsýn sendi frá sér að sýningin verði sú stærsta til þessa en sýningarhaldarar finna þegar fyrir miklum áhuga, bæði hér á landi og erlendis frá. […]
Fá botnliðið í heimsókn

Heil umferð verður leikinn í Bestudeild karla í dag. Í Eyjum taka heimamenn á móti liði ÍA. Skagamenn sitja á botni deildarinnar með 16 stig úr 19 leikjum en liðið á inni leik á móti Breiðablik. ÍBV er í níunda sæti með 25 stig úr 20 viðureignum. Flautað verður til leiks klukkan 14.00 á Hásteinsvelli […]
ÍBV liðunum spáð fjórða sæti í Olís deildinni

Spáin fyrir Olís deild karla og kvenna var opinberuð á kynningarfundi Olís deildanna sem fór fram í hádeginu í dag á Hlíðarenda. Hörður Magnússon, stjórnandi Handbolta hallarinnar, sem er nýr þáttur í Sjónvarpi Símans sá um kynninguna. ÍBV er spáð fjórða sæti í bæði Olís deild karla og kvenna samkvæmt niðurstöðu árlegrar spár þjálfara og […]
Pysjuævintýið í hámarki

Lundapysjutímabilið er nú á hápunkti og björgunaraðgerðir í fullum gangi í Vestmannaeyjum. Yfir þúsund pysjur hafa þegar verið skráðar í pysjueftirlitið. Pysjubjörgunin hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Bandaríska sjónvarpsstöðin PBS sýndi nýverið heimildarþátt um pysjuævintýrið í Vestmannaeyjum, sem tekinn var upp sumarið 2024. Þáttinn má nálgast á vefnum okkar – eyjafrettir.is. Einnig er […]
Októberfest Hallarinnar og Einsa kalda

„Þann 3. október ætlum við að halda okkar árlega októberfest í Höllinni. Þá dælum við bjór í bjórtjaldi, verðum með matartjald og gerum geggjaða München stemningu. Ásgeir Páll, partýstjóri, Matti Matt og Una&Sara troða upp og verður hægt að fara í ýmsa leika, s.s. beerpong. Allir sem mæta í búning fá frían bjór,“ segir í fréttatilkynningu frá Höllinni í Vestmannaeyjum. „Það […]
Makrílvertíðin á lokasprettinum

Makrílvertíðin er nú langt komin og hefur gengið ágætlega. Skip Eyjaflotans eru að ljúka veiðum um þessar mundir, og forráðamenn útgerðanna eru almennt ánægðir með vertíðina. Ísfélagið nálgast 20 þúsund tonn Eyþór Harðarson, útgerðastjóri Ísfélagsins, segir makrílveiðar sumarsins hafa gengið vel hjá uppsjávarskipum félagsins. „Afli skipanna er nú kominn yfir 19.000 tonn og um 1.700 […]
„Verið að fara í manninn en ekki boltann”

Ísfélag hf. hefur birt árshlutareikning félagsins fyrir fyrri hluta ársins 2025. Fram kemur í tilkynningu að félagið hafi verið rekið með tapi á tímabilinu, sem að mestu má rekja til mikillar veikingar bandaríkjadollars, uppgjörsmyntar Ísfélagsins. Haft er eftir Stefáni Friðrikssyni forstjóra að afkoma á fyrri árshelmingi hafi markast af mikilli veikingu dollars, uppgjörsmyntar félagsins. „Hrein fjármagnsgjöld […]
Á Heimaey

Í dag förum við í um Heimaey með Halldóri B. Halldórssyni. Hann byrjar á að sýna okkur syðsta hluta eyjarinnar og fer svo í Herjólfsdal, því næst á Eiðið og endar í miðbænum. Sjón er sögu ríkari. (meira…)