Siglt í Þorlákshöfn síðdegis

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45 (Áður kl. 19:45). Þeir farþegar sem áttu bókað kl 17:00 og 20:45 færast sjálfkrafa á milli hafna, aðrir þurfa að hafa samband við skrifstofu Herjólfs […]
Söfnun á körum VSV

Nú er verið að safna saman körum í eigu Vinnlustöðvarinnar, sem eru víðsvegar um hafnarsvæðið og annarstaðar í bænum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að það séu starfsmenn Hafnareyrar sem sjá um það verk. Þetta á að klárast í þessari viku og eiga þá kör Vinnslustöðarvinnar eingöngu að vera í eða við hús fyrirtækisins. Sækja […]
Enn bætast við hús á ljósleiðaranet Eyglóar

Enn bætast við hús í áfanga 2 á ljósleiðaraneti Eyglóar. Fram kemur í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar að íbúar neðangreindra húsa geti nú haft samband við þá internetþjónustu sem þeir vilja hafa viðskipti við og pantað hjá þeim ljósleiðaratengingu við sitt hús. Hátún 16 Heiðarvegur 24 Heiðarvegur 26 Heiðarvegur 28 Heiðarvegur 30 Heiðarvegur 32 Heiðarvegur […]
Þrettán ára sigurvegari í pílu

Vestmannaeyjar Open pílumótinu sem hófst á föstudaginn lauk í gær með æsispennandi keppni. Parakeppnin var á föstudaginn en í gær var einstaklingskeppnin. Kári Vagn Birkisson, 13 ára stóð uppi sem sigurvegari. Vann landsliðsþjálfarann, Pétur Rúðrik Guðmundsson í úrslitaleiknum. Kári Vagn er mjög efnilegur píluspilari og náði níu pílna legg fyrir ekki svo löngu síðan sem […]
Markakóngur og vill vera áfram í Eyjum

„Þrátt fyrir að við unnum ekki leikinn þá er þetta bara geðveik tilfinning,” segir Oliver Heiðarsson, leikmaður ÍBV eftir 1:1 jaftnefli gegn Leikni í lokaumferð Lengjudeildarinnar við Fótbolta.net eftir leikinn í gær. Oliver endaði sem markakóngur Lengjudeildarinnar með 14 mörk. „Bara mjög sáttur. Ég ætlaði mér að verða markahæstur og hefði getað skorað aðeins fleiri, en […]
Austanhvassviðri eða stormur framundan

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veður viðvaranir fyrir Suðurland og miðhálendið. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 16 sep. kl. 12:00 og gildir til kl. 18:00 samdægurs. Í viðvörunarorðum segir: Austan og suaðustan 15-23 m/s, hvassast undir Eyjafjöllum og í Selvogi með vindhhviður að 35-40 m/s. Varasamt ökutækjum, sem viðkvæm eru fyrir vindum. […]
ÍBV sigraði Lengjudeildina

Karlalið ÍBV tryggði sér í dag sæti í deild þeirra bestu að ári. ÍBV gerði jafntefli á útivelli gegn Leikni á meðan Keflavík valtaði yfir Fjölni 4-0, en Fjölnir var eina liðið sem hefði getað farið yfir ÍBV að stigum fyrir leiki dagsins. ÍBV lenti undir á 36.mínútu en Vicente Valor jafnaði leikinn á 90.mínútu. […]
Áfram ÍBV – Förum alla leið

Það er mikilvægur leikur framundan hjá ÍBV karla í Lengjudeildinni þegar þeir mæta Leikni á útivelli á núna klukkan 14.00. ÍBV er í efsta sæti deildarinnar með 38 stig en á hæla þeirra kemur Fjölnir með stigi minna. Sigur Eyjamanna tryggir þeim sæti í Bestu deildinni að ári. Ef ekki, er framundan fjögurra liða umspil. […]
Mikil spenna á pílumótinu í Íþróttamiðstöðinni

Mikið stuð var í Íþróttamiðstöðinni í gærkvöldi þar sem Vestmannaeyjar Open pílumótið fer fram. Keppt var í tvímenningi, samtals 42 í 21 liði. Er rúmlega helmingurinn ofan af landi. Skipt var í riðla og að lokinni riðlakeppninni var útsláttarkeppni. Mikil spenna var í lokin en í hópnum eru margir af okkar bestu píluspilurum. M.a. var […]
Þjóðlendukröfur fáránleikans enn í gangi

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja kom fram að lögfræðingar, sem fara með mál Vestmannaeyjabæjar er varðar kröfur ríkisins um þjóðlendur í Vestmannaeyjum hafi í sumar sent fjármálaráðherra bréf með ósk um afturköllun kröfulýsingar til óbyggðanefndar. „Eins og rakið var í bréfinu telst krafan byggð á misskilningi um að Vestmannaeyjar hafi verið utan landnáms sem og […]