Þjóðlendukröfur fáránleikans enn í gangi

2vestmannaeyjar

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja kom fram að lögfræðingar, sem fara með mál Vestmannaeyjabæjar er varðar kröfur ríkisins um þjóðlendur í Vestmannaeyjum hafi í sumar sent fjármálaráðherra bréf með ósk um afturköllun kröfulýsingar til óbyggðanefndar. „Eins og rakið var í bréfinu telst krafan byggð á misskilningi um að Vestmannaeyjar hafi verið utan landnáms sem og […]

Úrslitin ráðast á toppnum í dag

Eyja_3L2A6269

Lokaumferð Lengjudeildar karla fer fram í dag. Spennan er mikil fyrir leiki dagsins, en ÍBV er í bestu stöðunni að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu að ári. Liðið trónir á toppi deildarinnar með 38 stig. Fjölnir er með stigi minna og á líka möguleika að sigra deildina, en þurfa að stóla á að […]

Ný byrjun hjá Vinum í bata

Landakirkja Safnadarh

Vinir í bata er hópur fólks sem hefur tileinkað sér Tólf-sporin sem lífsstíl. Við höfum verið á andlegu ferðalagi með öðru fólki og falið Guði að vera leiðsögumaðurinn. Við höfum fundið að vinna okkar í tólf- sporunum hefur leitt lækningu og bata inn í líf okkar og verið andleg vakning. Við notum vinnubók sem heitir Tólf […]

Farþegar 344.715 – Ósamið um flugið

Á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn fór bæjarstjóri yfir upplýsingar frá Herjólfi varðandi farþegartölur það sem af er ári. Farþegafjöldinn fyrstu átta mánuðina er 344.715 en það er fækkun um 2,3% miðað við sama tíma í fyrra. Ágústmánuður var sérstaklega góður í ár en farþegar hafa aldrei verið fleiri í þeim mánuði eða 87.077 talsins. Fram  […]

Knattspyrnusumarið gert upp hjá yngri flokkum ÍBV

Lokahóf 4.-7. flokks ÍBV fóru fram á miðvikudag og fimmtudag í blíðskaparveðri. Fótboltasumarið gekk vel og tóku iðkendur þátt í Íslandsmótum og hinum ýmsu opnu mótum þar sem allir fengu verkefni við hæfi og gleðin var ríkjandi, segir í frétt á heimasíðu félagsins. Þar þakkar ÍBV iðkendum fyrir að vera í framlínunni fyrir félagið ásamt þjálfurum […]

Sigur og tap í kvöld

ÍBV Haukar 3L2A1773

Bæði karla og kvennalið ÍBV léku fyrstu heimaleiki sína í Olís deildunum í kvöld. Stelpurnar léku gegn Val og fór svo að Valsstúlkur sigruðu með 10 marka mun, 26-16. Hafdís Renötudóttir, markvörður gestana reyndist Eyjastúlkum erfið. Hún var varði 15 skot í marki Vals. Markahæstar hjá ÍBV voru þær Birna Berg Haraldsdóttir með 4 mörk, […]

Verðmæti inn og verðmæti út

Vestmannaeyjabær liggur vel við góðum fiskimiðum og er einn mesti útgerðarstaður landsins. Ferjan Herjólfur fer daglegar ferðir til og frá Landeyjarhöfn og Vestmannaeyjahöfn. Áætlunarskip á leið til og frá Evrópu hafa viðkomu í Vestmannaeyjum og þar á fjöldi fiskiskipa heimahöfn. Þetta segir á heimasíðu hafnarinnar sem er ein stærsta útflutningshöfn landsins. Oft mikil umferð eins […]

„Alger ófögnuður”

Bergur Gamur 1 Sept 2024 AR

Í fyrrinótt þegar ísfisktogarinn Bergur VE var á landleið til Vestmannaeyja af Austfjarðamiðum var ákveðið að taka lokahol túrsins á Pétursey. Þegar trollið var síðan tekið upp kom í ljós að því fylgdu hliðar úr gámi sem augljóslega var kominn frá Eimskip. Greint var frá þessu í fjölmiðlum í gær: Fengu gám í trollið – […]

Að veiðum í 98 tíma og á siglingu í 65 tíma

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum á miðvikudagskvöld. Bergur VE kom síðan í kjölfarið og landaði í gærmorgun. Afli beggja skipa var mest þorskur og ýsa. Bæði skip voru að veiðum fyrir austan land og var veiðin ágæt þar til brældi á þriðjudagskvöld, en þá var Vestmannaey búin að fylla og Bergur […]

Gul viðvörun á Suðurlandi

Gul Vidv 130924

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir á Suðurlandi sem og Suðausturlandi. Á báðum stöðum tekur viðvörunin gildi á miðnætti og gildir til hádegis á laugardag. Í viðvörunarorðum segir: Norðaustan hvassviðri eða stormur undir Eyjafjöllum, 18-23 m/s og mjög snarpar vindhviður. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Veðurhorfur á landinu næstu daga […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.