Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir á Suðurlandi sem og Suðausturlandi. Á báðum stöðum tekur viðvörunin gildi á miðnætti og gildir til hádegis á laugardag.
Í viðvörunarorðum segir: Norðaustan hvassviðri eða stormur undir Eyjafjöllum, 18-23 m/s og mjög snarpar vindhviður. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Á sunnudag:
Norðan og norðvestan 8-15 m/s. Rigning með köflum á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Hægari vindur og úrkomuminna um kvöldið.
Á mánudag:
Gengur í suðaustan 10-18 m/s með rigningu og hlýnandi veðri, hvassast syðst.
Á þriðjudag:
Stíf sunnanátt með súld og rigningu, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.
Á miðvikudag:
Vestlæg átt með skúrum eða slydduél, en bjartviðri norðaustan- og austanlands. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt með lítilsháttar vætu, en að mestu þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi.
Spá gerð: 13.09.2024 08:54. Gildir til: 20.09.2024 12:00.
Nú er lítil hæð yfir landinu og það þýðir að það verður víða léttskýjað og sólríkt í dag og vindur fremur hægur. Það var kalt í nótt, mest mældist 6.8 stiga frost á Torfum í Eyjafirði og Möðruvöllum í Hörgárdal og 6.5 stiga frost á Þingvöllum. Það hlýnar í sólinni í dag og hiti verður á bilinu 5 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Í kvöld og nótt nálgast lægð úr suðri, það hvessir af austri sunnanlands og fer að rigna þar.
Lægðin fer norðaustur skammt fyrir sunnan land á morgun. Þá er spáð allhvassri norðaustanátt, en hvassviðri eða stormi á Suðausturlandi og syðst á landinu fram yfir hádegi. Rigning um mest allt land, en slydda í innsveitum norðaustanlands.
Á sunnudag er síðan útlit fyrir norðanátt með vætu og svölu veðri á Norður- og Austurlandi, en birtir upp sunnan- og vestanlands.
Spá gerð: 13.09.2024 06:46. Gildir til: 14.09.2024 00:00.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst