Síldveiðar í Vestmannaeyjahöfn

Óskar Matthíasson, skipstjóri, útgerðarmaður og margfaldur aflakóngur (1921-1992) réðist í það stórvirki árið 1959, ásamt Sigmari Guðmundssyni stjúpföður sínum, að láta smíða nýjan tæplega 100 tonna stálbát í Austur-Þýskalandi. Þeir höfðu áður gert út trébátinn Leó VE 294. Nýi báturinn fékk nafnið Leó VE 400 og varð mikið aflaskip. Hann varð þrisvar sinnum aflahæsti báturinn […]
Varð fyrsti starfskraftur Einars ríka

Endurminningar Jóns Stefánssonar á Stöðinni bregða upp ljósri mynd af harðri lífsbaráttu í Vestmannaeyjum á fyrri hluta síðustu aldar. Bæði mannlífi og aðstæðum fólks til sjávar og lands. Jón frá Fagurhól í Vestmannaeyjum kom víða við á ævinnu. Hann var strætisvagnastjóri, iðnverkamaður, næturvörður, ritstjóri og loftskeytamaður og þekktur sem Jón á Stöðinni. Hann fæddist í […]
ÍBV sækir Þór heim

Fjórtándu umferð Lengjudeildar karla lýkur í dag með leik Þórs og ÍBV. Leikið er á Akureyri. Eyjamenn geta með sigri í dag komist upp í annað sæti deildarinnar, en liðið er með 22 stig í þriðja sæti. Þórsarar eru í sjöunda sæti með 17 stig. Fyrri viðureign þessara liða endaði með 1-1 jafntefli. Flautað er […]
Lögðu Gróttu á útivelli

ÍBV vann í gærkvöld góðan útisigur á Gróttu, 1:0, í 12. umferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Með sigrinum komst ÍBV upp fyrir Gróttu. Eyjaliðið er komið með 19 stig í þriðja sæti en Grótta er í fjórða sæti með jafnmörg stig en verri markatölu. Sigurmarkið skoraði Ágústa María Valtýsdóttir á 73. mínútu leiksins, en […]
Sólarblíða í Eyjum

Það hefur verið sannkölluð sólarblíða í Vestmannaeyjum í dag. Langþráð segja margir eftir töluverða vætutíð. Halldór B. Halldórsson setti drónann á loft og sýnir okkur hér eyjuna úr lofti á þessum sólríka degi. (meira…)
Vann 54 milljónir uppi í bústað

Það fóru efalaust margir í pottinn í sumarbústöðum landsins um síðustu helgi en fáir voru þó jafn lukkulegir og sá sem vann stóra pottinn í Lottóinu uppi í bústað með kærustunni. Þar var á ferðinni tæplega fimmtugur karlmaður sem nýtti sér tæknina í sveitasælunni til að kaupa Lottómiða í appinu á laugardeginum, enda fyrsti vinningur […]
Urðu að finna auka 150 metra fyrir hvítu tjöldin

Allt stefnir í metfjölda hvítra tjalda á Þjóðhátíð í ár. Að sögn Ellerts Scheving Pálssonar framkvæmdastjóra ÍBV-íþróttafélags hefur aldrei verið eins mikil aðsókn í lóðir. „Það bætist í á hverju ári.” segir hann í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net. Aðspurður um hvort ekki sé jákvætt að ásókn í hvít tjöld sé að aukast svarar Ellert að sjálfsögðu sé það jákvætt. „Það er greinilegt að hátíðin […]
Loka bæjarskrifstofunum í tvær vikur

Á vef Vestmannaeyjabæjar er greint frá því að bæjarskrifstofunum verði lokað dagana 29. júlí – 9. ágúst vegna sumarleyfa. Þar er jafnframt tekið fram að ef erindin séu brýn og þoli ekki bið megi senda tölvupósta á framkvæmdastjóra sveitarfélagsins eða á barnaverndarþjónustu. Sjá nánar. (meira…)
Líflegt í höfninni þrátt fyrir afföll

Það var líflegt um að litast í höfninni í gær. Tvö farþegaskip höfðu viðkomu en upphaflega stóð til að þau yrðu fjögur. Tvö þeirra, Nieuw Statendam og Balmoral slepptu viðkomu og sigldu framhjá eftir að hafnsögumenn hafnarinnar höfðu farið með skipin útsýnishringi í kringum Heimaey. Í færslu á facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar segir að þetta sé ótrúlega […]
Lið GV er komið í hóp þeirra bestu
Háspennuleikur við Nesklúbbinn að baki en leikar fóru 3-2 GV í vil. Úrslitin réðust á lokaholu dagsins, gríðarleg spenna! Lið GV skipuðu Kristófer Tjörvi Einarsson, Lárus Garðar Long, Örlygur Helgi Grímsson, Daníel Ingi Sigurjónsson, Andri Erlingsson, Rúnar Þór Karlsson, Jón Valgarð Gústafsson og Sigurbergur Sveinsson. Liðsstjóri var Brynjar Smári Unnarsson. Innilega til hamingju strákar! Af […]