Embla Harðardóttir: Stefnir á tannlækninn

„Það sem mér hefur fundist skemmtilegast við skólagönguna mína í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum hefur verið félagsskapurinn,“ segir Embla. „Það er eitthvað sérstakt við það að vera í litlu og vinalegu skólasamfélagi þar sem allir þekkja alla og maður finnur fyrir stuðningi.“ Embla viðurkennir að henni þyki pínu leiðinlegt að vera ljúka þessum kafla í lífinu […]

Sara Sindradóttir: Gott skipulag lykilinn

„Það skemmtilegasta við skólagönguna mína var að geta verið með vinum á hverjum degi,“ segir Sara. Hún nefnir einnig að tímarnir hjá Óla Tý hafi verið góðir og að viðburðir eins og árshátíðirnar og FÍV Cup hafi staðið upp úr. Að vera búin með framhaldsskólann er bæði léttir og söknuður að sögn Söru. „Það er […]

Gíslína Dögg sýnir heima og erlendis

Fram undan er mánaðardvöl í nóvember í vinnustofu Edvard Munchs í Osló  Um þessar mundir er Norðan- og Eyjakonan Gíslína Dögg að sýna grafíkmöppu og verk á nokkrum stöðum á Vesturlandi ásamt öðrum listakonum frá Íslandi og Noregi. Þær eru ásamt Gíslínu, Cathrine Finsrud frá Noregi, Elva Hreiðarsdóttir Íslandi, Hildur Björnsdóttir Íslandi og Noregi, Lill-Anita Olsen Noregi og Soffía […]

Tugir byggðalaga með hærri húshitunarkostnað en í Vestmannaeyjum

HS_veitur_24_20240226_144125

HS Veitur sjá íbúum og atvinnulífi í Vestmannaeyjum fyrir rafmagni, köldu vatni og heitu vatni, en fyrirtækið tók við þjónustunni árið 2002 þegar það sameinaðist Bæjarveitum Vestmannaeyja. Þjónustan í Eyjum sker sig úr innan starfssvæðis HS Veitna þar sem rafmagn og kalt vatn er flutt sjóleiðina til eyjanna auk þess að ekki er heitt vatn […]

Áhersla á halda jarðraski í lágmarki

Nú standa yfir framkvæmdir við lagningu tveggja nýrra rafstrengja frá landi til Eyja. Talsvert jarðrask er á Nýja hrauni vegna framkvæmdanna og hafa nokkrir áhyggjufullir bæjarbúar haft samband við ritstjórn Eyjafrétta vegna þessara jarðvegsframkvæmda. Að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets eru framkvæmdir við lagningu jarðstrengshluta Vestmannaeyjalínu 4 og 5 í Vestmannaeyjum í fullum gangi. „Strengirnir  munu […]

Dagskrá Þjóðhátíðar klár

Dagskrá Þjóðhátíðarinnar er nú klár og var opinberuð í dag inn á dalurinn.is. Á dagskránni má sjá þá listamenn sem fram koma og hvernig skipulaginu verður háttað. Í dag er síðasti dagur til þess að kaupa miða á forsöluverði, lokað verður fyrir það á miðnætti. (meira…)

„Nú verður skipt um rúm – það er löngu tímabært!“

lotto

Það var bæði gleði og vantrú í bland þegar rúmlega sextug kona, sem hefur lengi verið áskrifandi að Lottó, mætti á skrifstofu Íslenskra Getspár eftir að hafa unnið tvöfaldan fyrsta vinning í síðasta útdrætti. Í tilkynningu frá Getspá segir að hún hafi fengið í sinn hlut rúmlega 21 milljón króna, skattfrjálst. Hún var sú eina […]

Árið 2027 verða 400 ár frá Tyrkjaráni

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum bauð að venju upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu þann 27. júlí 1627 á Bryggjunni í Sagnheimum síðasta laugardag. Í ár eru liðin 398 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu,  drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Mæting […]

Eitt tilboð barst í innviði Eyglóar

ljosleidaralogn_2021

Þann 10. júní sl. var birt á vef Vestmannaeyjabæjar auglýsing um sölu fjarskiptainnviða Eyglóar. Var auglýsingin í framhaldinu sömuleiðis birt á vef og síðum Morgunblaðsins, á vefsíðu Vísis sem og á staðarmiðlum í Vestmannaeyjum. Frestur til að skila tilboðum rann út á hádegi föstudaginn 11. júlí sl. Fram kemur á vef Vestmannaeyjabæjar að eitt tilboð […]

Opnað fyrir umsóknir hvítu tjaldanna á mánudag

Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð er nú kominn á fullt skrið og nú styttist í úthlutun lóða fyrir hvítu tjöldin. Á mánudaginn, klukkan 10:00, opnar fyrir umsóknir um lóðir fyrir hvítu tjöldin og verður hægt að sækja um á dalurinn.is. Umsóknarfresturinn stendur yfir til kl. 10:00 á miðvikudaginn 23. júlí. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.