Hvað er í gangi eiginlega?

Enn heyrast sögur af uppsögnum á Herjólfi og misklíð á milli manna. Nú síðast var mjög hæfum skipstjóra/stýrimanni sagt upp störfum. Ég vona að sá ágæti drengur snúi til baka en mér er ekki kunnugt um ástæðuna fyrir uppsögninni en margar sögur eru í gangi um samstarfsörðugleika yfirmanna í brúnni og blandast venslafólk þeirra inn […]
Akstursþjónusta

Það er ekki rétt sem haldið er fram að í Eyjum sé ein lélegasta ferðaþjónustan (akstursþjóustan) heldur er vel hægt að færa rök fyrir öðru. Þjónustan er blönduð af akstursþjónustu með sérútbúinni ferðaþjónustubifreið sem sveitarfélagið rekur og í sumum tilfellum lánar út sem og niðurgreiðslu til einstaklinga sem nýta sér leigubifreiðaþjónustu. Með því er þörfum […]
Metnaðarfullt starf Eyjalistans

Hvað er það sem fær mann til að vilja starfa í pólitík? Það er þegar maður brennur fyrir málefnum bæjarins sem maður býr í og manni langar til þess að hafa áhrif og koma sínum skoðunum á framfæri. Ég byrjaði formlega í pólitík fyrir rúmum 4 árum síðan þegar kosningabarátta Eyjalistans hófst og ég og […]
Unga fólkið og Eyjar

Ég flutti á höfuðborgarsvæðið eins og margt ungt fólk til að ná mér í frekari menntun. Eftir nokkur ár í borginni og mikið og streð í námi ætlaði ég aldrei að flytja til Vestmannaeyja aftur. Það var bara ekki inn í myndinni. Það sem ég gerði ekki ráð fyrir var það að eignast barn. Þegar […]
Hvernig er staðan á vaktinni?

Ég gerði mér til gamans nú á dögunum að spjalla við nokkra Vestmannaeyinga um landsins gagn og nauðsynjar, stöðu ýmissa mála og fleira i þeim dúr. Vestmannaeyjabæjar við barnafjölskyldur geysilega mikilvæga. Í því sambandi nefndi hún að fæðiskostnaður, gjaldskrár leikskóla og frístundavers væru í lágmarki. Þetta allt skipti miklu máli fyrir barnafólk. Þá […]
Því hér á ég heima

Kæri kjósandi, nú eru rétt rúmar 2 vikur fram að kjördegi þar sem bæjarbúar standa frammi fyrir því lýðræðislega vali að velja fólk til starfa í sveitarstjórn. Nokkrir hafa spurt mig af hverju maður með nóg að gera sé að standa í þessu brölti, af hverju vill ég upp á dekk? Því er auðsvarað, ég […]
Viljum vera í fremstu röð og getum það!

Undanfarin tvö ár hefur Vestmannaeyjabær verið í fyrsta sæti í þjónustukönnun Gallup meðal 20 stærstu sveitarfélaganna þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur. Af því er ég stolt og það er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut. Skólar og leikskólar eru „vinnustaðir“ barna okkar í allt að 14 ár. Mikil umræða hefur verið undanfarin ár […]
Sigling á Sjálfstæðisflokknum í Eyjum!

Óhætt er að fullyrða að prófkjör Sjálfstæðismanna, til að stilla upp framboðslista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar, hafi gefið flokknum byr í seglin og laðað fólk til fylgis við framboðið. Það er reyndar vel skiljanlegt og eðlilegt því að Sjálfstæðisflokkurinn er eina framboðið í Eyjum sem treysti kjósendum til að stilla frambjóðendum upp á lista sinn. Kjósendur […]
Stækkun Herjólfshallarinnar er stórt lýðheilsumál fyrir knattspyrnuiðkendur í Vestmannaeyjum

Kæru vinir. Þar sem ég bý að 30 ára þjálfunarreynslu hjá ÍBV langar að leggja orð í belg varðandi hugmyndir um annað hvort gervigras á Hásteinsvöll eða stækkun Herjólfshallar sem hefur verið í umræðunni í Eyjum að undanförnu. Ég tel að hafa þurfi í huga að góð hugmynd þarf ekki endilega að vera sú hentugasta. […]
Næst á dagskrá!

Fjögur ár eru frá því að ég hóf afskipti af bæjarpólitíkinni og fyrir fjórum árum lagði Eyjalistinn aðaláherslu á skólamál, þjónustu við nemendur í leik- og grunnskólum og bætta þjónustu við íbúa almennt. Þegar ég lít til baka á þau verk sem okkur Eyjalistafólki hefur tekist að ná fram á líðandi kjötímabili get ég sagt […]