Enginn í einangrun, einn í sóttkví

Í dag birtust fréttir á bæjarmiðlunum þess efnis að einn aðili væri í einangrun og tveir væru í sóttkví í Vestmannaeyjum. Voru upplýsingarnar fengnar af vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þess ber að geta að upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands taka mið af skráningu einstaklinga á heilsugæslu en upplýsingar frá aðgerðastjórn miðast við búsetu í Vestmannaeyjum. Rétt er […]
Enginn í einangrun eða sóttkví í Vestmannaeyjum

Eins og staðan er í dag er enginn í einangrun eða sóttkví í Vestmannaeyjum. Okkur hefur gengið vel í þriðju bylgju faraldursins hér í Vestmannaeyjum en það er ekki sjálfgefið. Velgengni okkar er fyrst og fremst ykkur bæjarbúum að þakka. Þið hafið svo sannarlega sýnt þá þrautseigju og samstöðu sem einkennir okkar samfélag og auðvitað […]
Engin ný smit síðan 30. september

Engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum síðan 30. september sl. Eru nú tveir í einangrun og þrír í sóttkví í Vestmannaeyjum. Nú er vetrarfrí framundan í grunnskólanum og gerir fólk sér gjarnan dagamun í slíkum fríum, t.d. með ferðum á fastalandið. Því vil aðgerðastjórn enn á ný biðla til bæjarbúa að forðast óþarfa ferðalög. […]
Fimm í einangrun í Eyjum

Síðustu tvo sólarhringa hafa fjórir einstaklingar búsettir í Vestmannaeyjum greinst með staðfest smit af COVID-19. Eru því samtals 5 í einangrun og 27 í sóttkví og er von á að þeim fjölgi enn frekar þar sem smitrakningu er ekki lokið. Aðgerðastjórn beinir þeim tilmælum til einstaklinga með flensueinkenni að halda sig heima og hafa samband […]
Eitt smit í Eyjum

Einstaklingur búsettur í Vestmannaeyjum hefur greinst með staðfest smit af COVID-19 og er nú í einangrun. Níu aðilar eru í sóttkví í Vestmannaeyjum. Aðgerðastjórn ítrekar nú sem fyrr mikilvægi þess að bæjarbúar gæti vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum og almennum smitvörnum. Þá hvetur aðgerðastjórn bæjarbúa til að sækja C-19 smitrakningarapp almannavarna. Aðilum með flensueinkenni er bent […]
Engin ný smit í Vestmannaeyjum

Engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum síðan 22. ágúst sl.Tveir einstaklingar búsettir í Vestmannaeyjum eru í einangrun og hafa fimm náð bata. Engin er í sóttkví og hafa því samtals 80 lokið sóttkví. Aðgerðastjórn hvetur bæjarbúa til að sýna ábyrgð og gæta vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum og almennum smitvörnum.Við höfum staðið okkur vel. Höldum […]
Eitt nýtt smit í Eyjum

Einn einstaklingur búsettur í Vestmannaeyjum hefur greinst með staðfest smit af COVID-19 en viðkomandi var í sóttkví og er nátengdur aðilum sem áður höfðu greinst. Er því ekki um svokallað nýtt smit að ræða. Samtals eru fjórir einstaklingar í einangrun og hafa þrír náð bata. Einn einstaklingur er í sóttkví en 79 hafa lokið sóttkví. […]
Fjórir í einangrun í Eyjum

Tveir einstaklingar búsettir í Vestmannaeyjum greindust með staðfest smit af COVID-19 í gær en þeir voru báðir í sóttkví. Eru því samtals fjórir í einangrun og 78 í sóttkví. Einn einstaklingur hefur lokið sóttkví. Aðgerðastjórn beinir þeim tilmælum til bæjarbúa að gæta vel að eigin smitvörnum og fara eftir fyrirmælum stjórnvalda um sóttvarnir í einu […]
Tvö smit í Eyjum

Tveir einstaklingar eru nú í einangrun í Vestmannaeyjum og 79 í sóttkví. Einn einstaklingur hefur lokið sóttkví. Í gær fór fram skimun á vegum HSU í Vestmannaeyjum meðal einstaklinga í sóttkví og var hún vel sótt. Á morgun fer fram skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar til að kanna útbreiðslu veirunnar í Vestmannaeyjum. Þeir sem hafa […]
Eitt staðfest smit í Vestmannaeyjum

Einstaklingur búsettur í Vestmannaeyjum hefur greinst með staðfest smit af COVID-19 og er nú kominn í einangrun. Viðkomandi var í sóttkví við greiningu. 75 aðilar eru nú í sóttkví í Vestmannaeyjum. Mánudaginn 10. ágúst nk. mun Íslensk erfðagreining standa fyrir skimum til að kanna útbreiðslu veirunnar í Vestmannaeyjum. Þeir sem hafa fengið boð eru hvattir […]