Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi samþykktur á fjölmennum fundi
D-listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var samþykkur samhljóða í dag í Grindavík á fjölmennum fundi Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Á annað hundrað manns tóku þátt í fundinum og var góð stemning og baráttuandi í fólki fyrir komandi þingkosningar. Frá því prófkjör flokksins fór fram 29. maí sl. hefur kjörnefnd verið að störfum við að ganga frá […]
Óbreytt stjórn Herjólfs ohf.
Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 42. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar var á dagskrá bæjarstjórnar í síðustu viku. Samkvæmt 1. tl. D-liðar 42. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, skipar bæjarstjórn aðal- og varamenn skv. samþykktum félagsins. Bæjarstjórn skipar eftirtalda einstaklinga í stjórn Herjólfs ohf. Aðalmenn Arnar Pétursson Guðlaugur Friðþórsson Agnes Einarsdóttir Páll […]
Tilraunaverkefni í Vestmannaeyjum
Undirritað hefur verið sameiginlegt verklag Vestmannaeyjabæjar, lögreglu og sýslumanns þegar kemur að málefnum barna en áhersla var lögð á vernd barna sem búið hafa við ofbeldi á heimili. Um er að ræða afurð tilraunaverkefnis sem styrkt var af félagsmálaráðuneyti og dómsmálaráðuneyti eftir að aðgerðarteymi um aðgerðir gegn ofbeldi hafði tilnefnt verkefnið. Aðgerðarteymið skipa þær Sigríður […]
Grímur Hergeirsson verður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum
Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjórans á Suðurlandi, verður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Vesturlandi verður lögreglustjóri á Suðurnesjum. Þeir munu, samkvæmt heimildum Fréttastofu RÚV, fara til fundar við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur innanríkis- og dómsmálaráðherra á morgun og fá þar afhent skipunarbréf sín. Sjö umsækjendur voru um embættið í Vestmannaeyjum, auk Gríms voru það […]
Enginn í einangrun, einn í sóttkví
Í dag birtust fréttir á bæjarmiðlunum þess efnis að einn aðili væri í einangrun og tveir væru í sóttkví í Vestmannaeyjum. Voru upplýsingarnar fengnar af vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þess ber að geta að upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands taka mið af skráningu einstaklinga á heilsugæslu en upplýsingar frá aðgerðastjórn miðast við búsetu í Vestmannaeyjum. Rétt er […]
Enginn í einangrun eða sóttkví í Vestmannaeyjum
Eins og staðan er í dag er enginn í einangrun eða sóttkví í Vestmannaeyjum. Okkur hefur gengið vel í þriðju bylgju faraldursins hér í Vestmannaeyjum en það er ekki sjálfgefið. Velgengni okkar er fyrst og fremst ykkur bæjarbúum að þakka. Þið hafið svo sannarlega sýnt þá þrautseigju og samstöðu sem einkennir okkar samfélag og auðvitað […]
Lögreglan fylgist með grímunotkun og fjarlægðarmörkum
Í gær tók gildi reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Lögreglu menn í Vestmannaeyjum heimsóttu verslanir og veitingahús og minntu fólk á grímuskildu og fjarlægðarmörk. Arndís Bára Ingimarsdóttir settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum sagði í samtali við Eyjafréttir að lögreglan muni sinna eftirliti með grímunotkun í verslunum á meðan reglugerðin er í gildi. “Grímuskyldan á […]
Engin ný smit síðan 30. september
Engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum síðan 30. september sl. Eru nú tveir í einangrun og þrír í sóttkví í Vestmannaeyjum. Nú er vetrarfrí framundan í grunnskólanum og gerir fólk sér gjarnan dagamun í slíkum fríum, t.d. með ferðum á fastalandið. Því vil aðgerðastjórn enn á ný biðla til bæjarbúa að forðast óþarfa ferðalög. […]
Fimm í einangrun í Eyjum
Síðustu tvo sólarhringa hafa fjórir einstaklingar búsettir í Vestmannaeyjum greinst með staðfest smit af COVID-19. Eru því samtals 5 í einangrun og 27 í sóttkví og er von á að þeim fjölgi enn frekar þar sem smitrakningu er ekki lokið. Aðgerðastjórn beinir þeim tilmælum til einstaklinga með flensueinkenni að halda sig heima og hafa samband […]
Eitt smit í Eyjum
Einstaklingur búsettur í Vestmannaeyjum hefur greinst með staðfest smit af COVID-19 og er nú í einangrun. Níu aðilar eru í sóttkví í Vestmannaeyjum. Aðgerðastjórn ítrekar nú sem fyrr mikilvægi þess að bæjarbúar gæti vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum og almennum smitvörnum. Þá hvetur aðgerðastjórn bæjarbúa til að sækja C-19 smitrakningarapp almannavarna. Aðilum með flensueinkenni er bent […]