Bæjarráð sendir umsagnir um kosningaaldur, minnisvarða og þyrlupall

Þann 22. febrúar sl., sendi nefndasvið Alþingis Vestmannaeyjabær beiðni um umsögn um frumvarp til laga um stjórnskipunarlög (kosningaaldur), 378. mál. 188. mál. Umsagnarfrestur er 15. mars nk. Jafnframt sendi nefndasvið Alþingis þann 25. febrúar sl. Vestmannaeyjabæ, beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um minnisvarða um eldgosin í Surtsey og Heimaey, 179. mál. Umsagnarfrestur er […]
HSU tekur við rekstri Hraunbúða

Bæjarstjóri greindi frá fundi sem fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og lögmaður áttu með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og forstjóra Sjúkratrygginga á fundi bæjarráðs í gær. Á fundinum var fulltrúum Vestmannaeyjabæjar tilkynnt að HSU myndi taka við rekstri Hraunbúða 1. apríl. Bæjarstjóri mun óska eftir að eiga fund með forstjóra HSU í dag fimmtudag, til að ræða framhaldið. Bæjarráð ræddi […]
Áskorun á bæjarráð Vestmannaeyja

Eyverjar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, skora á bæjarráð Vestmannaeyja að taka afstöðu með því að lækka kosningaaldur í 16 ár. Fyrir alþingi liggur nú nýtt frumvarp um breytingar á kosningaaldri. Með því er verið að styðja við aukna lýðræðisþátttöku ungs fólks. Dvínandi kosningaþátttaka ungs fólks er áhyggjuefni og hafa rannsóknir sýnt að þeir sem […]
Fab lab verður hluti af Þekkingarsetri Vestmannaeyja

Bæjarráð fjallaði á fundi sínum á miðvikudag um drög að samningi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Vestmannaeyjabæjar og Þekkingarseturs Vestmannaeyja um rekstur stafrænnar smiðju í Vestmannaeyjum. Starfsemi stafrænnar smiðju var rekin af Nýsköpunarmiðstöð Íslands í aðstöðu Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum þar til um síðustu áramót. Frumvarp liggur fyrir á Alþingi um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð. […]
Enginn áhugi á rekstri Hraunbúða

Bæjarstjóri upplýsti á fundi bæjarráðs í gær um fund sem hún og bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar áttu með þingmönnum í Suðurkjördæmi mánudaginn 15. febrúar sl. Á fundinum var farið yfir stöðu yfirfærslu dvalar- og hjúkrunarheimila sveitarfélaganna tveggja til ríkisins og skort á upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu og Sjúkratryggingum Íslands. Jafnframt óskaðu bæjarstjórarnir eftir því við þingmennina að […]
Vestmannaeyjabær skaffar Air Iceland Connect starfsfólk

Bæjarstjóri fór á fundi bæjarráðs í gær yfir beiðni Air Iceland Connect um aðkomu Vestmannaeyjabæjar að áætlunarflugi félagsins sem hefst í apríl á þessu ári. Óskað var eftir samstarfi við Vestmannaeyjabæ um samnýtingu starfsmanna um aðstoð við móttöku véla þrjá virka morgna í viku, tvær klukkustundir í senn. Um yrði að ræða tímabundið verkefni Vestmannaeyjabæjar […]
Reykjavíkurborg verður ekki við áskorun Vestmannaeyjabæjar

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku fór bæjarstjóri yfir svar Reykjavíkurborgar dags. 19. janúar sl., við áskorun Vestmannaeyjabæjar dags. 7. desember sl., um að Reykjavíkurborg dragi til baka kröfu sína á Jöfnunarsjóð sveitarfélaga um greiðslu fjárhæðar vangreiddra framlaga úr sjóðnum. Að mati Vestmannaeyjabæjar sé ljóst að ef krafa Reykjavíkurborgar nái fram að ganga muni hún […]
Nýr samningur tækifæri til að vinna upp tap ársins 2020

Bæjarstjóri lagði á þriðjudag fram drög að endurnýjuðum samningi Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs fyrir bæjarráð. Samninganefnd Vestmannaeyjabæjar kynnti samninginn fyrir bæjarfulltrúum daginn áður. Samningurinn verður lagður fram til staðfestingar á næsta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Samningurinn verður birtur þegar búið er að undirrita hann. Stefnt er að undirritun mánudaginn 8. febrúar nk. Bæjarráð […]
Augnlækningar stranda á Sjúkratryggingum Íslands

Á fundi bæjarrás í síðustu viku greindi bæjarstjóri frá stöðu mála hvað varðar augnlæknisþjónustu í Vestmannaeyjum. Samningsgerð milli Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, þjónustuaðila og Sjúkratrygginga Íslands mun vera nánast lokið, en svo virðist sem lokahnykkurinn strandi á Sjúkratryggingum Íslands og því mikil hætta á að tímafrestur varðandi fjármögnunarloforð renni út áður en samningur klárast. Bæjarráð hvetur samningsaðila […]
Sjúkraþyrluverkefnið í biðstöðu

Fram kom á fundi bæjarráðs á miðvikudag að bæjarstjórn fól bæjarstjóra að kanna við heilbrigðisráðherra hvernig vinnu miðar við tilraunaverkefni um notkun sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu. Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um svar heilbrigðisráðuneytisins dags. 22. desember sl., þar sem m.a. kemur fram að tveggja ára tilraunaverkefni með sjúkraþyrlu á Suðurlandi hafi átt að […]