Vilja setja upp nýja tækni ölduvirkjana við Vestmannaeyjar

Fyrir bæjarráði í vikunni lá erindi frá Haf Afli sem er nýstofnað orkufyrirtæki sem staðsett er í Vestmannaeyjum. Fyrirtækið hyggst setja upp og reka nýja tækni ölduvirkjana við Íslandsstrendur og er áhugi fyrir því að taka fyrstu skrefin í Vestmannaeyjum með forrannsóknum sem lúta að því að kanna hvort og hvar hagkvæmar staðsetningar gætu verið […]

Skorar á fjármálaráðherra að draga málið til baka

Þjóðlendukröfur íslenska ríkisins voru til umræðu á fundi bæjarráðs en Fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. íslenska ríkisins, lýsti þann 2. febrúar sl. kröfum um lönd í Vestmannaeyjum sem óbyggðanefnd hefur skorið úr um að séu þjóðlendur sbr. lög nr. 58/1998. Samkvæmt kröfulýsingu er um að ræða hluti lands á Heimaey, úteyjar og sker. Óbyggðanefnd kallaði eftir […]

Fengu 348 fyrirspurnir frá einum einstaklingi

Fyrirspurnir til Vestmannaeyjabæjar 2023 voru til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Fjöldi formlegra fyrirspurna til Vestmannaeyjabæjar er varðar hin ýmsu mál sveitarfélagsins og félags í eigu þess var 348 á árinu 2023 og bárust þær frá einum einstaklingi. Sá tími sem fór í svara fyrirspurnunum jafngildir u.þ.b. hálfu stöðugildi starfsmanns allt árið. […]

Tillaga um Drífu Gunnarsdóttur í starf framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Bæjarráð fundaði í hádeginu í gær en fyrir bæjarráði lágu vinnugögn úr ráðningarferli vegna stöðu framkvæmdastjóra stjórnsýlsu- og fjármálasviðs. Bæjarráð hefur tekið þátt í ráðningaferlinu ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins og ráðgjafa frá Vinnvinn. Ferlið var unnið skv. verklagsreglum um ráðningar hjá Vestmannaeyjabæ. Í niðurstöðu um málið segir “Eftir ítarlegt ráðningarferli samþykkir bæjarráð að gera tillögu til […]

Orkusalan ódýrust í rafmagni

Nýverið ákvað Vestmannaeyjabær að leita eftir verðtilboðum í raforkukaup hjá öllum þeim sem bjóða orku til sölu. Alls bárust þrjú tilboð, þ.e. frá N1, Hs Orku og Orkusölunni. Mat á tilboðum liggur fyrir frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og leggur hann til að lægsta tilboði verði tekið en um er að ræða 4,7% lækkun m.v. […]

Ítreka að allt sé gert til að halda Landeyjahöfn opinni.

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., kom á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir stöðu félagsins það sem af er ári, m.a. rekstrartekjum og gjöldum og fjölda farþega. Einnig var farið yfir stöðuna á Landeyjahöfn og frátafir og að endingu áætlanir fyrir næsta […]

HS Veitur eiga og reka vatnsveituna

Tjón á neysluvatnslögn var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Fram kom að unnið er að mótvægisaðgerðum vegna skemmda á vatnsleiðslu sem varð þann 17. nóvember. Þær felast aðallega í að tryggja núverandi ástand lagnarinnar og undirbúning fyrir viðgerð og lagningu nýrrar vatnsleiðslu við fyrsta tækifæri. Drög að uppfærðri viðbragðsáætlun liggja fyrir hjá aðgerðastjórn, […]

Afþakka sunnlenskt samstarf

Á fundi bæjarráðs í lok síðasta mánaðar var tekið fyrir erindi frá Markaðsstofa Suðurlands þar sem óskað er eftir samstarfi við Vestmannaeyjabæ á ný um ímyndarsköpun, þróun og markaðssetningu áfangastaðarins Suðurlands í heild. Myndi samningur um slíkt samstarf fela í sér framlag sveitarfélagsins sem samsvarar 430 krónum á hvern íbúa til næstu 3ja ára. Markmið […]

Kanna áætlunarflug fram í febrúar

Umræða um samgöngumál var meðal efnis á fundi bæjarráðs í gær. Fram kom að Innviðaráðuneytið hefur unnið að því síðustu daga að finna lausn á þeim vanda sem bilun í Herjólfi hefur á samgöngur til og frá Vestmannaeyjum. Hluti af þeirri lausn er að koma á flugi frá 30. nóvember-6. desember. Ráðuneytið hefur falið Vegagerðinni […]

Taka út vinnutímastyttingu í heilum dögum

Stytting vinnuvikunnar og kjaramál voru á dagskrá bæjarráðs í síðustu viku. Lagðar voru fyrir bæjarráð niðurstöður úr kosningu um fyrirkomulag vinnutímastyttingar stjórnenda og starfsfólks í Kirkjugerði og Víkinni. Niðurstöður eru þær að það starfsfólk sem er í FSL, Stavey og Drífanda vill taka 13 mínútna lágmarksstyttingu og óskar eftir að taka hana út í uppsöfnuðum […]