Stærsti mánuður í farþegafjölda frá upphafi

Umræða um samgöngumál var meðal efnis á fundi bæjarráðs í gær. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., kom á fund ráðsins og gerði grein fyrir stöðu félagsins það sem af er ári, m.a. rekstrartekjum og gjöldum, fjölda farþega og verkefni framundan. Alls voru 89.771 farþegar í júlímánuði einum, sem er stærsti einstaki mánuður í farþegafjölda […]

Rekstur Herjólfs er á áætlun

Umræða um samgöngumál var meðal efnis á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Hörður Orri Grettisson kom á fundinn og fór yfir rekstur Herjólfs og bókunarstöðu. Reksturinn er á áætlun fyrstu 6 mánuðina. Fram kom að allt stefni í mjög góðan júlímánuð og bókunarstaðan í ágúst er góð. Bæjarráð þakkaði í niðurstöðu sinn Herði Orra […]

Þörf á fjölgun leikskólarýma

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja sl. miðvikudag tók ráðið fyrir erindi frá fræðsluráði Vestmannaeyja um eftirspurn eftir leikskólarými. Fræðsluráð telur þörf á fjölgun leikskólarýma til að mæta vaxandi eftirspurn skv. íbúaþróun. Miðað við forsendur að fjölgun barna verði um 60 börn á ári mun vanta um 20 rými á næsta ári og annað eins ári seinna. […]

Fasteignamat hækkar um 17,6%

Nýtt fasteignamat fyrir árið 2024 liggur nú fyrir hjá Þjóðskrá. Fasteignamatið í Vestmannaeyjum hækkar um 17,6% milli áranna 2023 og 2024. Íbúðarhúsnæði hækkar um 22,2%. Þar af hækkar sérbýli um 23,0% og fjölbýli um 19,6%. Atvinnuhúsnæði hækkar um 2,4% milli ára. Líkt og annars staðar á landinu hefur fasteignamat farið hækkandi í Vestmannaeyjum síðustu ár […]

Farþegar Herjólfs 108 þúsund fyrstu fimm mánuði ársins

Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., kom á fund bæjarráðs í vikunni og gerði grein fyrir rekstri félagsins fyrstu fimm mánuði ársins, m.a. farþegaflutningum og rekstrarstöðu. Staða Herjólfs er í samræmi við áætlanir um starfsemi og rekstur félagsins. Fyrstu fimm mánuði ársins var farþegafjöldi Herjólfs 107.961 farþegar. (meira…)

Rekstur sveitarfélagsins er að þyngjast

Lögð voru fyrir bæjarráð í vikunni sem leið drög að fjögurra mánaða rekstraryfirliti fyrir bæjarsjóð. Samkvæmt rekstraryfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu fjóra mánuði ársins um 2,8% hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir og heildarrekstrarkostnaður um 8,7% hærri en áætlunin. Rekstrarafkoma fyrstu fjóra mánuði ársins er jákvæð. Bæjarstjóri lagði áherslu á mikilvægi þess að gætt sé […]

Bæjarráð lýsir áhyggjum af stöðu viðræðnanna

Bæjarráð ræddi í vikunni stöðu verkfalla félagsmanna Starfsmannafélags Vestmannaeyja (Stavey), sem er eitt aðildarfélaga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB). Upphaflega voru verkföllin boðuð á tveimur stofnunum bæjarins, þ.e. leikskólanum Kirkjugerði og tvo fimmtudaga hjá Vestmannaeyjahöfn. Við boðun víðtækari verkfalla bættust við þrjár stofnanir, þ.e. bæjarskrifstofurnar í Ráðhúsinu, Íþróttamiðstöðin og Þjónustumiðstöðin og hafa verkfallsaðgerðir því […]

Fella niður leikskólagjöld vegna verkfalls

Bæjarráð tók fyrir á fundi sínum í vikunni minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um ósk nokkurra foreldra barna á leikskólanum Kirkjugerði um að fella niður leikskólagjöld og fæðiskostnað þann tíma sem börnin eru heima vegna verkfalls félagsmanna í Stavey. Verkföllin hófust mánudaginn 22. maí sl. og hafa áhrif á leikskólavistun barna, þó mismikið. Bæjarráð samþykkir […]

Hafa vaxandi áhyggjur af umgjörð og þjónustustigi

Umræða um heilbrigðismál fór fram á fundi bæjarráðs í gær en ráðið ræddi stöðuna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Bæjaryfirvöld hafa vaxandi áhyggjur af umgjörð og þjónustustigi stofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Bæjarráð telur að heilbrigðisyfirvöld og yfirstjórn HSU sýni sérstöðu stofnunarinnar í Vestmannaeyjum, m.a. vegna landfræðilegrar legu, ekki nægilegan skilning og ítrekar fyrri bókanir um mikilvægi […]

Ljúka viðgerðunum um mitt sumar

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, greindi á fundi bæjarráðs í gær frá fundi fulltrúa Vestmannaeyjabæjar með fulltrúum Landsnets þann 28. apríl sl., um stöðu undirbúnings að viðgerð á rafmagnsstreng til Vestmannaeyja sem bilaði í janúar sl. Undirbúningurinn er vel á veg kominn og áform um að ljúka viðgerðunum um mitt sumar ættu samkvæmt Landsneti að ganga eftir. […]