Nýting flugsæta um 60%

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í vikunni. Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um gang flugsamgangna til Vestmannaeyja eftir að Flugfélagið Ernir hóf reglulegar flugsamgöngur til og frá Vestmannaeyjum. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélaginu Erni hefur nýting flugsæta verið um 60%. Bæjarráð þakkar í niðurstöðu sinni fyrir upplýsingarnar og hvetur bæjarbúa, fyrirtæki og íþróttafélög til þess […]
Boða hækkun á gjaldskrá

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í gær. Þeir Páll Scheving, stjórnarformaður og Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. komu á fund bæjarráðs og greindu frá starfsemi og stöðu félagsins. Meðal þess sem kom fram í máli þeirra var tillaga að gjaldskrárhækkunum. Bæjarráð þakkaði í niðurstöðu sinni þeim Páli Scheving og Herði Orra […]
Fjárfest til framtíðar í ungu fólki – Sköpunarhús – Fyrsti áfangi

Bæjarstjórn Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum 1. desember sl. að setja fjármuni í uppbyggingu á fyrsta áfanga Sköpunarhúss. Verkefnið var hluti af kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar og því mikið gleðiefni fyrir okkur sem stóðum að framboðinu að ná því í gegn. Gott samstarf hefur verið í bæjarstjórn um málið og velvilji meirihlutans merki um […]
Óljóst fyrirkomulag upplýsingaöflunar

Á dögunum bárust sveitarfélögum landsins erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem til stendur að fara í kerfisbundna söfnun ýmissa upplýsinga um starfsemi sveitarfélaga með miðlægum hætti í gegnum nýtt gagnalón. Samkvæmt Sambandinu er fyrsta skrefið á þeirri vegferð að sækja launaupplýsingar frá sveitarfélögum mánaðarlega. Um er að ræða umfangsmikla breytingu þar sem upplýsingar munu […]
Falla frá forkaupsrétti

Fyrir bæjarráði í liðinni viku lá erindi frá Vinnslustöðinni hf., dags. 28. nóvember sl., þar sem Vestmannaeyjabæ er boðinn forkaupsréttur að Brynjólfi VE-3, með vísan til 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Í erindinu kemur fram að verði af sölu skipsins, seljist það án aflahlutdeilda, aflamarks og annarra veiðiheimilda. Bæjarráð þakkar […]
Leita eftir verðtilboðum í flug þrjár ferðir í viku.

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í vikunni. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, greindi frá áherslu innviðaráðherra, um að tryggja tímabundið lágmarksþjónustu, skv. skilgreiningu ráðuneytisins, á flugleiðinni Reykjavík Vestmannaeyjar á meðan að markaðslegar forsendur eru ekki til staðar, enda flugið mikilvægt fyrir íbúa og atvinnulíf í Vestmannaeyjum yfir hörðustu vetrarmánuðina þegar mestar líkur eru á […]
Framselja umboð til samningaviðræðna við ríkið um almenna og sértæka dagdvöl

Dagdvöl aldraðra var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa óskað eftir umboði frá rekstraraðilum dagdvalarþjónustu hjá sveitarfélögum, til viðræðna við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustusamninga fyrir dagdvalir. Baksaga málsins er sú að haldinn var samráðsfundur með rekstraraðilum dagdvala og í framhaldi hefur undirhópur fulltrúa dagdvala farið […]
25 umsóknir í Viltu hafa áhrif

Vestmannaeyjabær auglýsti í október eftir ábendingum, tillögum og styrkumsóknum undir heitinu Viltu hafa áhrif 2023? Markmiðið með þessu er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á bæinn sinn í gegnum fjárhagsáætlun næsta árs. Fjölmargar góðar ábendingar hafa borist í gegnum tíðina. […]
Vestmannaeyjabær vill halda áfram rekstri Herjólfs

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í gær. Þann 10. nóvember sl., átti bæjarráð Vestmannaeyja fund með fulltrúum Vegagerðarinnar, þar sem m.a. var ræddur samningur Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs. Umræddur samningur gildir til 1. október 2023. Á fundinum lýsti Vestmannaeyjabær áhuga á að halda áfram rekstri ferjunnar á vegum Herjólfs ohf. […]
Rekstrarafkoma í samræmi við fjárhagsáætlun

Lögð voru fyrir bæjarráð á fundi ráðsins í síðustu viku drög að níu mánaða rekstraryfirliti fyrir samstæðu bæjarsjóðs. Samkvæmt rekstraryfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu níu mánuði ársins rúmum 13% hærri og heildarrekstrarkostnaður er rúmum 8,7% hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarafkoma fyrstu níu mánuði ársins er í samræmi við fjárhagsáætlun 2022. (meira…)