22% aukning í farþegafjölda milli ára

Meðal þess sem var á dagskrá á fundi bæjarstjórnar í gær vat Umræða um samgöngumál.Árið 2022 flutti Herjólfur alls 412.857 farþega, sem er 22% aukning milli ára og rúmlega 57.000 fleiri farþegar en fluttir voru með Herjólfi árið 2019, sem þá var metár farþegaflutninga með Herjólfi á einu ári. Nýting Landeyjarhafnar hefði getað verið betri […]

Spurt og svarað um ráðningu hafnarstjóra

Vestmannaeyjabær birti gær frétt á heimasíðu sinni þar sem fram kemur að í ljósi þess að fjölmiðill hefur óskað eftir og fengið svör við spurningum Sjálfstæðisflokksins um ráðningu hafnarstjóra, sbr. bókun Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi þann 1. desember sl., er eðlilegt að birta svörin í heild sinni á vef Vestmannaeyjabæjar. Fyrirspyrjendum, þ.e. bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, var svarað […]

Flytja fimm milljarða frá ríki til sveitarfélaga

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundaði í gær en einungis eitt mál var á dagskrá, “Breytingar á útsvari sveitarfélaga og tekjuskatti einstaklinga vegna fjármögnunar á þjónustu við fatlað fólk.” Umtalsverð aukning hefur orðið á útgjöldum sveitarfélaga varðandi þjónustu við fatlað fólk, sem skýrist m.a. af auknum kröfum ríkisins um bætta þjónustu við umræddan hóp. Allt frá árinu 2010, […]

Lykiltölur í fjárhagsáætlun ársins 2023

Á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku bar Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, upp lykiltölur í fjárhagsáætlun ársins 2023. Fjárhagsáætlun Sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2023: Tekjur alls: kr. 5.313.718.000 Gjöld alls fyrir fjármagnsliði: kr. 5.195.138.000 Rekstrarniðurstaða,jákvæð: kr. 167.431.000 Veltufé frá rekstri: kr. 752.937.000 Afborganir langtímalána: kr. 25.265.000 Handbært fé í árslok: kr. 2.036.080.000 Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2023: Rekstrarniðurstaða […]

Rúmlega 228 m.kr. jákvæð rekstrarafkoma í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2023. Áætlaðar tekjur á árinu 2023 eru 7.819 m.kr. og hækka um 726 m.kr. frá áætlun 2022. Tekjur eru varlega áætlaðar og ekki gert ráð fyrir að skatttekjur ársins 2023 verði hærri en raunskatttekjur þessa árs. Rekstarútgjöld eru áætluð 7.625 m.kr. á árinu 2023. Sem fyrr eru fræðslu- […]

Tillögur um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, tók í gær við lokaskýrslu verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa úr hendi Guðveigar Eyglóardóttur, formanns verkefnisstjórnarinnar. Skýrslan hefur að geyma 15 tillögur um hvernig draga megi úr álagi, stuðla að sanngjarnari kjörum, bættum vinnuaðstæðum og samskiptum kjörinna fulltrúa, sín á milli og við almenning. Verkefnið er hluti af gildandi aðgerðaáætlun stjórnvalda […]

Óforsvaranlegt að 4500 íbúa samfélag búi við skertar samgöngur

Bæjarstjórn ræddi stöðuna í samgöngumálum milli lands og Eyja. Lögð var fram sameiginleg bókun bæjarstjórnar: “Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir miklum vonbrigðum með núverandi stöðu samgangna við Eyjar. Öllum er ljóst að Herjólfur III hentar ekki vel til siglinga í Landeyjahöfn en þrátt fyrir það útvegaði Vegagerðin skipið til afleysinga fyrir nýja Herjólf. Á sama tíma er […]

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun fyrir árið 2023

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri flutti framsögu á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2023. Fram kom í framsögu bæjarstjóra að óhætt sé að segja að staða bæjarsjóðs Vestmannaeyja verði áfram traust, þrátt fyrir að sveitarfélög séu mörg hver nú að glíma við áskoranir í rekstri og fjármögnun lögbundinna verkefna, með […]

Bæjarstjórn í beinni klukkan 17:00

Í kvöld klukkan 17:00 verður 1587. fundur í Bæjarstjórn Vestmannaeyja haldinn. Hægt er að nálgast beina útsendgu frá fundinum, hér að neðan. (meira…)

Góðir gestir frá Eysturkommuna í Færeyjum

Í síðustu viku fékk Vestmannaeyjabær góða gesti frá Eysturkommuna. Í hópnum voru bæjarstjórn, bæjarstjóri og starfsfólk Eysturkommuna. Gestirnir fengu góða kynningu á starfsemi Vestmannaeyjabæjar. Eins fengu gestirnir kynningu á starfsemi nokkurra fyrirtækjum hér í Eyjum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundaði svo með hópnum og var meðal annars kynnti Per Martin bæjarstjóri þau fjölmörgu jarðgöng sem Færeyingar hafa […]