80% hækkun á Eyjamenn á fimm árum

Sjóvarmadælan02

Rafkyntar fjarvarmaveitur, sem nota rafmagn eða eldsneyti til að hita vatn til sölu um dreifikerfi veitunnar, eru reknar af Orkubúi Vestfjarða, RARIK á Seyðisfirði og HS Veitum í Vestmannaeyjum. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram fyrirspurn í byrjun sumars um húshitunarkostnað, gjaldskrá veitufyrirtækja og breytingu á gjaldskrá hjá rafkyntum veitum til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. […]

Vilja taka eyjar og sker af borði Óbyggðanefndar

Fimm þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins lögðu til á Alþingi í gær að óbyggðanefnd hætti málsmeðferð varðandi eyj­ar, hólma og sker, eða svæði 12 í kröfu­gerð rík­is­ins, sem nokkuð hef­ur verið fjallað um síðustu vikur. Kröf­ur ganga óþarf­lega langt Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra mælti stjórnarfrum­varpi til laga um breyt­ing­ar á lög­um um þjóðlend­ur og ákvörðun marka eign­ar­landa, þjóðlendna og […]

Ófriður Óbyggðanefndar

Óbyggðanefnd tók til starfa árið 1998. Nefndinni var ætlað að kanna og skera úr um hvaða landsvæði teljast til þjóðlendna. Hver væru mörk þjóðlendna og eignalanda bænda. Bændum var talin trú um að þetta væri þeim til hagsbóta. Bændur hafa verið hlynntir því að skýra óvissu. Það stóð til að þetta tæki bara fáein ár […]

HS-veitur bregðast Eyjamönnum

HS-veitur hafa tilkynnt bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum að fyrirtækið ætli að hætta að þjónusta bæinn með neysluvatn, þrátt fyrir að fyrirtækið eigi vatnsveituna og beri skylda til að veita umrædda þjónustu. Fyrirtækið leggur áherslu á að bærinn leysi til sín vatnsveituna. Þetta er enn eitt áfallið í vatnsveitumálum Eyjamanna. Viðbrögð bæjarstjóra eru réttmæt og eðlileg. Svo […]

Erna ætlar ekki með Birgi í Sjálf­stæðis­flokkinn

Erna Bjarna­dóttir, vara­þing­maður Birgis Þórarins­sonar, sem ný­verið fór úr Mið­flokknum í Sjálf­stæðis­flokkinn sagði Í bítinu á Bylgjunni í morgun að hún ætli ekki að skipta yfir í Sjálf­stæðis­flokkinn eins og Birgir. „Ég hef ekki skráð mig í Sjálf­stæðis­flokkinn og er ekki á leiðinni þangað,“ sagði Erna. Hún sagði að hún væri „bara vara­þing­maður“ og að hún […]

Birgir Þórarinsson genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn

Birgir Þórarinsson, sem kosinn var þingmaður fyrir Miðflokkinn í Suðurkjördi í ný afstöðnum þinkosningum, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Birgir segir í samtali við blaðið að hann hafi gengið […]

Birgir leiðir lista Miðflokksins, Karl Gauti hvergi sjáanlegur

Framboðslisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur með 93% greiddra atkvæða á félagsfundi kjördæmisins í kvöld. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, leiðir listann. Í öðru sæti er Erna Bjarnadóttir og í þriðja sæti er Heiðbrá Ólafsdóttir. Athygli vekur að Karl Gauti Hjartarson er ekki á listanum en hann sóttist eftir því að leiða listann. Karl skipti yfir […]

Gefur kost á sér í 1 sæti fyrir Miðflokkinn í Suðurkjördæmi

Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sækist eftir 1. sæti á framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Ákveðið var á fundi stjórnar kjördæmafélagsins að viðhafa uppstillingu. Í tilkynningu sem Birgir sendir frá sér kemur fram að hann er einn af stofnendum Miðflokksins og hefur verið oddviti flokksins í Suðurkjördæmi frá 2017. Hann er fulltrúi flokksins í […]

Vilja ljúka fullnaðarrannsóknum um göng milli lands og Eyja

Tillaga til þingsályktunar um rannsókn á jarðlögum milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. Var flutt fyrir Alþingi á miðvikudag. Flutningsmaður að tillögunni er Karl Gauti Hjaltason en  meðflutningsmenn eru Ásmundur Friðriksson, Birgir Þórarinsson, Ólafur Ísleifsson, Willum Þór Þórsson. Tillagan felur í sér að Alþingi álykti að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta gera fullnaðarrannsókn á […]

Vanhugsað innflytjendafrumvarp

Félagsmálaráðherra Framsóknar hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um málefni innflytjenda. Megin tilgangur frumvarpsins er að samræma móttöku flóttafólks. Í greinagerð með frumvarpinu er setning sem vekur athygli en þar segir: „Með samræmdu móttökukerfi er unnið að því að tryggja flóttafólki jafna þjónustu óháð því hvernig það kemur til landsins.“ Hér þarf að staldra við […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.